Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   sun 27. nóvember 2022 18:40
Ívan Guðjón Baldursson
Emil Skorri í Þrótt Vogum (Staðfest)
Mynd: Þróttur Vogum

Emil Skorri Þ. Brynjólfsson, fyrrum leikmaður HK og ÍR sem skoraði 24 mörk í 22 leikjum með Ými í 4. deildinni, er búinn að skrifa undir tveggja ára samning við Þrótt Vogum.


Þróttur Vogum fékk aðeins 6 stig í Lengjudeildinni í sumar og mun því spila í 2. deild á næsta ári. Emil Skorri er fenginn til að hjálpa til við markaskorunina þar sem Þróttarar skoruðu ekki nema 8 mörk í 22 leikjum í sumar.

Emil Skorri er 21 árs gamall og gæti reynst ansi drjúgur fyrir Þróttara ef honum tekst að endurtaka það sem hann hefur gert með Ými undanfarin misseri.

„Þetta eru frá­bær­ar frétt­ir fyr­ir okk­ur Vogabúa enda er stefna félagsins að fá unga og efnilega leikmenn í bland við þá sem fyrir eru hjá félaginu," segir meðal annars í yfirlýsingu frá Þrótti V.


Athugasemdir
banner
banner