Arsenal orðað við fjóra sóknarmenn - Real Madrid að sækja bróður Mbappe líka - Zidane efstur á lista Ratcliffe - Barcelona á eftir De Gea
   mán 27. nóvember 2023 10:41
Elvar Geir Magnússon
Æfingaleikur: Selfoss vann fyrsta leikinn undir stjórn Bjarna
Mynd: Fótbolti.net - Haukur Gunnarsson
Selfoss tók á móti Grindavík í fyrsta æfingaleik leiðsins undir stjórn Bjarna Jóhannessonar á JÁVERK-vellinum á laugardaginn.

Lokatölur leiksins urðu 2-0 fyrir Selfoss. Hinn sautján ára gamli Sesar Örn Harðarson gerði fyrra mark heimamanna en seinna markið var sjálfsmark.

Selfoss féll úr Lengjudeildinni á liðnu tímabili en Grindvíkingar enduðu í sjötta sæti Lengjudeildarinnar.

Næsti æfingaleikur Selfyssinga verður laugardaginn 2. desember gegn ÍBV á JÁVERK-vellinum.


Veistu úrslit úr æfingaleikjum?
Ef þú hefur upplýsingar um úrslit æfingaleikja og markaskorara endilega sendu okkur þá tölvupóst á [email protected] eða settu úrslitin á Twitter og merktu #fotboltinet
Athugasemdir
banner
banner
banner