Ronald Araujo, miðvörður Barcelona á Spáni, er efstur á blaði hjá þýska félaginu Bayern München fyrir janúargluggann. Þetta segir Florian Plettenberg hjá Sky.
Úrúgvæinn hefur lengi verið á ratsjá Bayern og ekki í fyrsta sinn sem félagið reynir við hann.
Araujo er fastamaður í vörn Barcelona en hann er sagður áhugasamur um að fara til Þýskalands.
Plettenberg segir hins vegar að Barcelona hafi engan áhuga á að fara í viðræður og ætli sér að bjóða Araujo nýjan samning á næstu vikum.
Bayern þarf að styrkja varnarlínuna í janúar. Margir hafa verið orðaðir við félagið, þar á meðal Takehiro Tomiyasu og Trevoh Chalobah.
Athugasemdir