Janúartilboð frá Liverpool í Kerkez og Zubimendi - Forest vill Ferguson - Man Utd hefur áhuga á Raum og Yildiz
   mán 27. nóvember 2023 15:16
Elvar Geir Magnússon
Guardiola: Mikilvægt að ná toppsæti riðilsins
Pep með Meistaradeildarbikarinn.
Pep með Meistaradeildarbikarinn.
Mynd: EPA
Pep Guardiola stjóri Manchester City segir mikilvægt að lið sitt nái toppsætinu í riðli sínum í Meistaradeildinni. City er ríkjandi meistari og tekur á móti RB Leipzig annað kvöld.

City og Leipzig hafa þegar tryggt sér sæti í útsláttarkeppninni en enn er ekki ljóst hverjir ná toppsætinu.

„Við þurfum að vinna eða gera jafntefli. Bæði lið hafa náð sínu fyrsta markmiði svo ég nota tækifærið og óska RB Leipzig til hamingju með að vera komið á næsta stig í febrúar," segir Guardiola.

„Það er mikilvægt að enda í efsta sæti. Þegar við spilum í 16-liða úrslitum þá er það ákveðið forskot að fá seinni leikinn á heimavelli, við þurfum að grípa það."

City vann 3-1 sigur gegn Leipzig í 2. umferð riðlakeppninnar. Ef City tapar ekki á morgun er liðið öruggt með að enda í efsta sæti riðilsins.

Jack Grealish, Mateo Kovacic, Sergio Gomez og Matheus Nunes eru tæpir fyrir leikinn. Kevin De Bruyne er enn á meiðslalistanum en John Stones er að snúa aftur, þó hann sé ekki klár í fullan leik ennþá.
Athugasemdir
banner
banner
banner