Arsenal á eftir miðjumanni Elche - Roma vill fá Zirkzee lánaðan - City gæti blandað sér í baráttuna um Semenyo
   mán 27. nóvember 2023 11:00
Elvar Geir Magnússon
Tekur Conte aftur við Juventus?
Á Ítalíu verður umræða um mögulega endurkomu Antonio Conte til Juventus háværari. Ivan Zazzaroni, ritstjóri Il Corriere dello Sport, heldur því fram að Massimiliano Allegri vilji hætta hjá Juve eftir tímabilið.

Conte vildi í viðtali á dögunum ekki útiloka það að hann myndi snúa aftur til Juventus.

„Það er alltaf möguleiki á að ná saman aftur. Mikilvægast er að það sé skilningur til staðar á hugmyndafræði og markmiðum," segir Conte sem var þrjú ár með stjórnartaumana hjá Juventus og vann ítalska meistaratitilinn öll árin.

Conte yfirgaf Tottenham í apríl og hyggst víst ekki taka að sér nýtt starf fyrr en næsta sumar. Hann ræddi við Napoli í október en náði ekki samkomulagi.

„Allir vita að Conte vill snúa aftur til Juventus," segir Zazzaroni. „Allegri vill hætta með Juventus eftir tímabilið. Hann mun taka peninginn og fara. Allegri er tengdur öðru Juventus liði sem er ekki lengur til staðar."

Juventus er í öðru sæti ítölsku A-deildarinnar, tveimur stigum á eftir Inter.
Stöðutaflan Ítalía Serie A - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Roma 12 9 0 3 15 6 +9 27
2 Milan 12 7 4 1 18 9 +9 25
3 Napoli 12 8 1 3 19 11 +8 25
4 Inter 12 8 0 4 26 13 +13 24
5 Bologna 12 7 3 2 21 8 +13 24
6 Como 12 5 6 1 17 7 +10 21
7 Juventus 12 5 5 2 15 11 +4 20
8 Lazio 12 5 3 4 15 9 +6 18
9 Sassuolo 12 5 2 5 16 14 +2 17
10 Udinese 12 4 3 5 12 20 -8 15
11 Cremonese 12 3 5 4 13 16 -3 14
12 Torino 12 3 5 4 11 21 -10 14
13 Atalanta 12 2 7 3 14 14 0 13
14 Cagliari 12 2 5 5 12 17 -5 11
15 Parma 12 2 5 5 9 15 -6 11
16 Pisa 12 1 7 4 10 16 -6 10
17 Lecce 12 2 4 6 8 16 -8 10
18 Genoa 12 1 5 6 11 19 -8 8
19 Fiorentina 12 0 6 6 10 19 -9 6
20 Verona 12 0 6 6 7 18 -11 6
Athugasemdir
banner
banner
banner