Forest hafnar öllum tilboðum í Anderson sem er á óskalista Man Utd - Tottenham vill fá Samu Aghehowa
banner
   fim 27. nóvember 2025 17:18
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Þrjú félög vilja fá Gunnar Jónas
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Þór hefur, samkvæmt heimildum Fótbolta.net, áhuga á því að fá Gunnar Jónas Hauksson í sínar raðir.

Uppfært 17:18 Njarðvík og Grótta hafa sömuleiðis áhuga á því að Gunnar Jónas í sínar raðir.

Gunnar Jónas hefur leikið með Vestra undanfarin tvö tímabil, varð bikarmeistari með liðinu og hefur vakið athygli fyrir mikinn dugnað og baráttu. Hann er fjölhæfur leikmaður, getur leyst bakvarðastöðurnar, spilað á kantinum og á miðsvæðinu.

Gunnar Jónas er 26 ára og skoraði þrjú mörk í Bestu deildinni á tímabilinu. Samningur hans við Vestra rennur út í lok árs.

Hann er uppalinn hjá KR og hóf meistaraflokksferilinn hjá Gróttu og Kríu.

Þór vann Lengjudeildina í sumar og verður í Bestu deildinni á komandi tímabili. Grótta komst upp úr 2. deild og Njarðvík ætlar sér upp um deild með Davíð Smára Lamude, sem þjálfaði Gunnar Jónas hjá Vestra, í brúnni.


Athugasemdir
banner
banner
banner