þri 28. janúar 2020 19:03
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Bruno sagður á leið til Man Utd - Tilbúinn að fara á morgun
Bruno Fernandes.
Bruno Fernandes.
Mynd: Getty Images
Svo virðist sem portúgalski miðjumaðurinn Bruno Fernandes sé loksins að ganga í raðir Manchester United.

Það hefur gengið illa hjá Man Utd og Sporting Lissabon að ná saman um kaupverð þennan mánuð. Félagaskiptaglugginn lokar á föstudag og þarf United að drífa sig ef félagið ætlar sér að fá Fernandes fyrir gluggalok.

Fjölmargir fjölmiðlamenn segja frá því í kvöld að félögin tvö séu að ná saman, United hafi hækkað tilboð sitt. Þeirra áreiðanlegastur er Ítalinn Fabrizio Romano.

„Manchester United hefur sent formlegt tilboð sitt í Bruno Fernandes til Sporting. Viðræður eru núna í gangi. Umboðsmenn hans eru jákvæðir," skrifar Romano og bætir hann svo við: „Bruno er að bíða og er gríðarlega spenntur."

„Hann yrði tilbúinn að fljúga til Manchester á morgun ef samkomulag næst á næstu klukkutímum."

Romano segir að tilboð United sé upp á 55 milljónir evra og geti mögulega hækkað um 25 milljónir evra síðar meir.

Samuel Luckhurst á Manchester Evening News segir að samkomulag sé næstum því í höfn.


Athugasemdir
banner
banner
banner