þri 28. janúar 2020 10:00
Elvar Geir Magnússon
Trippier: Hef bætt mig undir besta stjóra heims
Tripper (fyrir miðju) fagnar með Angel Correa og Alvaro Morata.
Tripper (fyrir miðju) fagnar með Angel Correa og Alvaro Morata.
Mynd: Getty Images
Bakvörðurinn Kieran Trippier yfirgaf Tottenham fyrir sex mánuðum og gekk í raðir Atletico Madrid. Þessi 29 ára leikmaður segist hafa bætt sig undir stjórn Diego Simeone, sem hann kallar besta stjóra heims.

Trippier segist vera farinn að skilja meira í spænsku en stundum eigi hann í erfiðleikum í samskiptum við Simeone.

„Það getur verið erfitt að skilja hvorn annan, hann reynir að segja einhver orð á ensku. Innan vallar er ekkert vandamál samt. Ég veit nákvæmlega hvað hann vill fá frá mönnum, ég veit hvaða kröfur hann setur," segtir Trippier.

„Allir vita hversu góður stjóri hann er, hversu ástríðufullur hann er á hliðarlínunni og á æfingum. Hann er ótrúlegur og ég hef fengið þetta tækifæri að læra af honum."

„Hann heldur vel utan um ungu strákana. Þegar hann er í gírnum þá lyftist þú upp. Er hann besti stjóri í heims í dag? Ég svara því játandi. Þegar þú spilar fyrir hann þá veistu hversu góður hann er."

„Þú ert með góða stjóra eins og Klopp, Guardiola... og Sean Dyche! Það eru miklir gæðastjórar þarna úti en Simeone er klárlega í þeim flokki."

Trippier lék hjá Burnley fyrir nokkrum árum (2011-2015) og ber Sean Dyche, stjóra félagsins, góða söguna.

„Hann kom ferli mínum á beinu brautina. Ég var ungur, heimskur og að stunda skemmtanalífið. Hann fékk sér sæti með mér og sagði 'hingað og ekki lengra'. Hann er ótrúlegur stjóri sem ég elskaði að spila fyrir. Kannski fæ ég einn daginn tækifæri til að spila fyrir hann aftur," segir Trippier.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner