Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
banner
   lau 28. janúar 2023 19:35
Ívan Guðjón Baldursson
Gusto búinn í læknisskoðun hjá Chelsea
Mynd: Getty Images

Fabrizio Romano greinir frá því að bakvörðurinn efnilegi Malo Gusto sé búinn í læknisskoðun hjá Chelsea, sem kaupir hann fyrir 30 milljónir evra og lánar beint aftur til Lyon út tímabilið.


Gusto er 19 ára gamall og sinnir mikilvægu hlutverki í varnarlínu Lyon þrátt fyrir ungan aldur. Hann er landsliðsmaður franska U21 liðsins og mun væntanlega spila sinn fyrsta leik fyrir Chelsea á næstu leiktíð.

Gusto flaug til London í morgun og lauk læknisskoðun hjá Chelsea í dag. Hann gerir langtímasamning við félagið sem gildir til 2029.

Chelsea vildi fá Gusto strax frá Lyon en forseti félagsins var mjög skýr og hafði lofað Laurent Blanc þjálfara að Gusto færi ekki í janúarglugganum.


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner