Haaland, Toney, Gomes, Diomande, Gyokeres, Southgate, O'Neil, De Zerbi og fleiri góðir í slúðri dagsins
   lau 28. janúar 2023 16:45
Aksentije Milisic
Mourinho: Til hamingju Napoli, titillinn er ykkar
Mynd: EPA

Napoli og AS Roma mætast í risa leik í Serie A deildinni annað kvöld og hefst leikurinn klukkan 19:45.


Gestirnir frá Róm eru í fimmta sæti deildarinnar, einu stigi á eftir AC Milan sem situr í öðru sætinu. Pakkinn er því mjög þéttur í baráttunni um topp fjóra.

Napoli hefur það gott í efsta sætinu en liðið er með tólf stiga forystu á toppnum eftir að fimmtán stig voru tekin af Juventus á dögunum.

Jose Mourinho óskaði Luciano Spalletti og lærisveinum hans til hamingju með titilinn á blaðamannafundi fyrir leikinn.

„Til hamingju Napoli, titillinn er þeirra. Þeir eiga þetta skilið. Liðið er með frábæran þjálfara, frábæra leikmenn og gerðu mjög vel á félagsskiptaglugganum í sumar," sagði Jose.

„Að vera með tólf stiga forystu á toppnum er mikið, ef tekið er mið af því hversu óstöðug liðin fyrir neðan eru."

„En ef þú spyrð mig hvort við ætlum að fagna titlinum með þeim, alls ekki. Við ætlum að fara þangað og reyna að ná í úrslitin sem við viljum."

Roma hefur spilað fimm leiki það sem af er árinu. Þar af eru fjórir sigurleikir og eitt jafntefli. Koma Paulo Dybala í liðið eftir meiðsli hefur skipt sköpum.


Athugasemdir
banner
banner