Newcastle á eftir Scalvini - Barcelona snýr sér aftur að Díaz - Tottenham vill belgískan miðvörð
   þri 28. janúar 2025 14:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Boniface fjarverandi á æfingum út af viðræðum
Victor Boniface.
Victor Boniface.
Mynd: EPA
Victor Boniface var fjarverandi á æfingu hjá Bayer Leverkusen í morgun þar sem hann er í viðræðum við Al-Nassr í Sádi-Arabíu.

Al-Nassr er í leit að nýjum sóknarleikmanni til að deila sóknarlínunni með Sadio Mané og Cristiano Ronaldo.

Anderson Talisca hefur sinnt því hlutverki en hann er farinn til Fenerbahce í Tyrklandi.

Boniface er 24 ára gamall og hefur skorað 20 mörk í 33 deildarleikjum með Bayer Leverkusen í þýska boltanum, auk þess að gefa níu stoðsendingar.

Leverkusen borgaði 20 milljónir evra fyrir Boniface og er talið vilja minnst 50 milljónir evra til að selja hann áfram.
Athugasemdir
banner