Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   fös 28. febrúar 2020 08:00
Magnús Már Einarsson
Átta á förum frá Chelsea?
Powerade
Kepa og fleiri gætu farið frá Chelsea í sumar.
Kepa og fleiri gætu farið frá Chelsea í sumar.
Mynd: Getty Images
Van Dijk er að fá nýjan samning.
Van Dijk er að fá nýjan samning.
Mynd: Getty Images
Ensku slúðurblöðin eru í góðum gír í dag. BBC tók pakkann saman.



Frank Lampard, stjóri Chelsea, er reiðbúinn að láta átta leikmenn fara í sumar. Þar á meðal eru markvörðurinn Kepa Arrizabalaga (25) og miðjumennirnir Jorginho (28) og Ross Barkley (26). (Sun)

Lampard ætlar að taka til í vörninni líka og bæta miðveriðnum Dayot Upamecano (21) við frá RB Leipzig. (Mirror)

Manchester City gæti misst stig í ensku úrvalsdeildinni ef að rannsokn deildarinnar leiðir í ljós að fjárhagsreglur hafa verið brotnar. (Mail)

Liverpool ætlar að bjoða Virgil van Dijk (28) nýjan samning sem gerir hann að launahæsta varnarmanni í heimi. (Mirror)

Roma er í viðræðum við Manchester United um kaup á varnarmanninum Chris Smalling (30). (Calciomercato)

Manchester United missti af tækifærinu að fá kandaíska bakvörðinn Alphonso Davies (19) á tvær milljónir punda árið 2017. (Times)

Manchester City er að íhuga að kaupa Mason Holgate (23) frá Everton á 30 milljónir punda. (Mirror)

Harry Kane (26) framherji Tottenham stefnir á að koma til baka í apríl eftir meiðsli. (Sun)

Daniel Sturridge (30) framherji Trabzonspor, hafnaði Aston Villa í janúar þar sem hann vill hjálpa tyrkneska félaginu að komat í Meistaradeildina. (Fanatik)

Manchester United hefur boðið boxaranum Tyson Fury að halda ræðu fyrir liðið um það hvernig hann fór frá því að vera við það að fremja sjálfsvíg yfir í það að verða heimsmeistari í boxi. (Metro)

Loris Karius (26) vill fá að fara frítt frá Liverpool svo hann geti samið við Besiktas til frambúðar. Karius er í láni hjá Besiktas í dag. (Fotospor)

Everton hafnaði tilboði frá Tottenham í varnarmanninn Michael Keane (27) í lok síðasta árs. (Football Insider)

Harvey Elliott (16) kantmaður Liverpool, er að gera nýjan þriggja ára samning. (Mail)

Arsenal hefur tilkynnt brasilíska félaginu Flamengo að í sumar ætli félagið að nýta sér klásúlu til að kaupa lánsmanninn Pablo Mari. (Football.London)

Trabzonspor hefur hafnað 11 milljóna punda tilboði frá Sheffield United í markvörðinn Ugurcan Cakir (23). (Fotospor)

Manchseter United vonast ennþá til að halda miðjumanninum Angel Gomes (19) en hann verður samningslaus í júní. (Manchester Evening News)

Aston Villa ætlar að reyna að fá Morgan Sanson (25) miðjumann Marseille ef félagið heldur sæti sinu í ensku úrvalsdeildinni. (Birmingham Mail)

Alexandre Lacazette, framherji Arsenal, segir að Buyako Saka (18) sé besti ungi leikmaðurinn í ensku úrvalsdeildinni. (Evening Standard)

Les Ferdinand, fyrrum framherji Tottenham, segir barnalegt hjá félaginu að hafa ekki keypt framherja í janúar. (Evening Standard)

Enska knattspyrnusamandið styður tillögu um að leyfa sóknarmönnum að njóta vafans meira í rangstöðu atriðum í VAR. (Times)
Athugasemdir
banner
banner