Sádar búast við því að Salah fari frá Liverpool í sumar - Vicario á blaði hjá Inter - Palace hefur rætt við Úlfana um Strand Larsen
   fös 28. febrúar 2020 19:05
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Byrjunarlið Norwich og Leicester: Vardy ekki í hóp
Það fer fram einn leikur í ensku úrvalsdeildinni á þessu föstudagskvöldi. Botnlið Norwich tekur á móti Leicester, sem er í þriðja sæti.

Norwich þarf nauðsynlega að fara að vinna fótboltaleiki til að halda sér í deild þeirra bestu á Englandi.

Byrjunarliðin fyrir leikinn, sem hefst klukkan 20:00, eru klár. Jamie Vardy, sem hefur ekki skorað í níu leikjum í röð, er ekki í hóp Leicester. Talið er að hann sé að glíma við smávægileg meiðsli.

Þá byrja miðjumennirnir Youri Tielemans og Wilfried Ndidi á bekknum. Tielemans hefur ekki verið að sýna sínar bestu hliðar að undanförnu og er Ndidi að stíga upp úr meiðslum.

Emiliano Buendia kemur inn í byrjunarlið Norwich fyrir Lukas Rupp frá 3-0 tapinu gegn Úlfunum.

Hér að neðan má sjá bæði byrjunarlið.

Byrjunarlið Norwich: Krul, Aarons, Godfrey, Hanley, Lewis, Tettey, McLean, Buendia, Duda, Cantwell, Pukki.
(Varamenn: McGovern, Rupp, Vrancic, Stiepermann, Trybull, Drmic, Idah)

Byrjunarlið Leicester: Schmeichel, Chilwell, Soyuncu, Evans, Pereira, Choudhury, Praet, Maddison, Barnes, Perez, Iheanacho.
(Varamenn: Ward, Justin, Morgan, Gray, Tielemans, Albrighton, Ndidi)
Stöðutaflan England Premier league - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Arsenal 22 15 5 2 40 14 +26 50
2 Man City 22 13 4 5 45 21 +24 43
3 Aston Villa 22 13 4 5 33 25 +8 43
4 Liverpool 22 10 6 6 33 29 +4 36
5 Man Utd 22 9 8 5 38 32 +6 35
6 Chelsea 22 9 7 6 36 24 +12 34
7 Brentford 22 10 3 9 35 30 +5 33
8 Newcastle 22 9 6 7 32 27 +5 33
9 Sunderland 22 8 9 5 23 23 0 33
10 Everton 22 9 5 8 24 25 -1 32
11 Fulham 22 9 4 9 30 31 -1 31
12 Brighton 22 7 9 6 32 29 +3 30
13 Crystal Palace 22 7 7 8 23 25 -2 28
14 Tottenham 22 7 6 9 31 29 +2 27
15 Bournemouth 22 6 9 7 35 41 -6 27
16 Leeds 22 6 7 9 30 37 -7 25
17 Nott. Forest 22 6 4 12 21 34 -13 22
18 West Ham 22 4 5 13 24 44 -20 17
19 Burnley 22 3 5 14 23 42 -19 14
20 Wolves 22 1 5 16 15 41 -26 8
Athugasemdir
banner
banner
banner