Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   sun 28. febrúar 2021 08:00
Aksentije Milisic
Lautaro ætlar að framlengja við Inter - „Barcelona er í fortíðinni"
Mynd: Getty Images
Lautaro Martinez, sóknarmaðurinn öflugi hjá Inter Milan, hefur tilkynnt það að hann ætli sér að framlengja samning sinn við félagið.

Núverandi samningur Lautaro rennur út árið 2023 en hann var í viðræðum við Barcelona síðasta sumar.

„Það er satt. Ég ræddi við Barcelona. Ég sagði við Conte að á meðan ég er hjá Inter, þá hugsa ég bara um það. Þetta er allt í fortíðinni núna, ég ætla framlengja við Inter," sagði Argentínumaðurinn.

„Ég veit ekki hvenær tilkynningin kemur. Á meðan spila ég og geri mitt besta. Framtíðin mín liggur hér. Ég elska allt við þessa borg. Maturinn, stuðningsmennirnir, liðið. Ég hef bara jákvæða tilfinningu."

Inter á toppnum í Serie A deildinni og með pálmana í höndum sér. Lautaro hefur skorað þrettán deildarmörk í 23 leikjum það sem af er.
Athugasemdir
banner
banner
banner