Arsenal á góða möguleika á að fá Rodrygo - Atletico leggur allt kapp á að fá Romero - West Ham hafnaði tilboði í Kudus
   sun 28. febrúar 2021 08:00
Aksentije Milisic
Lautaro ætlar að framlengja við Inter - „Barcelona er í fortíðinni"
Lautaro Martinez, sóknarmaðurinn öflugi hjá Inter Milan, hefur tilkynnt það að hann ætli sér að framlengja samning sinn við félagið.

Núverandi samningur Lautaro rennur út árið 2023 en hann var í viðræðum við Barcelona síðasta sumar.

„Það er satt. Ég ræddi við Barcelona. Ég sagði við Conte að á meðan ég er hjá Inter, þá hugsa ég bara um það. Þetta er allt í fortíðinni núna, ég ætla framlengja við Inter," sagði Argentínumaðurinn.

„Ég veit ekki hvenær tilkynningin kemur. Á meðan spila ég og geri mitt besta. Framtíðin mín liggur hér. Ég elska allt við þessa borg. Maturinn, stuðningsmennirnir, liðið. Ég hef bara jákvæða tilfinningu."

Inter á toppnum í Serie A deildinni og með pálmana í höndum sér. Lautaro hefur skorað þrettán deildarmörk í 23 leikjum það sem af er.
Athugasemdir
banner