Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
banner
   sun 28. febrúar 2021 17:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
„Þakklát að hafa alist upp með þessa mögnuðu fyrirmynd mér við hlið"
Gylfi er mikil fyrirmynd fyrir Karólínu.
Gylfi er mikil fyrirmynd fyrir Karólínu.
Mynd: Getty Images
Karólína Lea Vilhjálmsdóttir er ein efnilegasta fótboltakona Íslands. Hún er 19 ára landsliðskona sem er á mála hjá stórliði Bayern München í Þýskalandi.

Hún ræddi nýverið við Fótbolta.net um ferilinn til þessa, skrefið til Bayern og sitthvað fleira.

Karólína er fjölhæfur leikmaður sem getur leikið á kanti og miðju. Það eru mikil fótboltagen í fjölskyldu hennar. Gylfi Þór Sigurðsson, einn allra besti landsliðsmaður sögunnar, er frændi hennar. Hún segir að Gylfi sé mikil fyrirmynd fyrir sig.

„Auðvitað hefur hann verið frábær fyrirmynd fyrir mig og það er gaman að geta leitað til hans með alls konar hluti. Við eigum mjög gott samband og ég er þakklát fyrir að hafa alist upp með þessa mögnuðu fyrirmynd mér við hlið," segir Karólína.

Gylfi, sem leikur með Everton á Englandi, er fjölhæfur leikmaður en honum líður best í tíunni fyrir aftan sóknarmanninn. Það sama á við um Karólínu.

„Persónulega finnst mér ég best á miðjunni og þá í tíunni en það er mjög misjafnt hvað fólki finnst. Ég get spilað margar stöður og er alltaf glöð ef ég fæ að vera inn á. Minn helsti kostur er að ég hef gott auga fyrir spili og get sent lykilsendingar sem geta skipt máli. Ég hef líka þann kost að ég er með gott hugafar og hvet liðsfélaga mína alltaf áfram sama hvað," segir Karólína sem á svo sannarlega framtíðina fyrir sér.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner