Brunaútsala hjá Man Utd - Greenwood ætlar að hafna Barcelona - Chelsea reyndi að fá Nunez fyrir tímabilið
banner
   þri 28. mars 2023 22:30
Jóhann Þór Hólmgrímsson
McTominay: Munum eftir þessu eftir 20-30 ár
Mynd: EPA

Scott McTominay miðjumaður skoska landsliðsins var að vonum í skýjunum með 2-0 sigur liðsins gegn Spáni í undankeppni EM 2024 í kvöld.


McTominay var sjóðandi heitur fyrir framan markið fyrir Skotland í þessum landsliðsglugga en hann skoraði bæði mörkin í kvöld og var því með fjögur mörk í tveimur leikjum.

„Við gerðum mjög, mjög vel. Við vissum að þeir yrðu mikið með boltann og stjórinn sagði að við þyrftum að nýta færin þegar þau kæmu. Við fengum nóg af færum til að særa þá og skora mörk," sagði McTominay í samtali við ViaPlay eftir leikinn.

„Stjórinn sagði að þetta væri okkar tækifæri til að búa til arfleið sem leikmenn Skotlands og þetta væru kvöld sem fólk mun minnast á eftir 20-30 ár. Við getum ekki þakkað stuðningsmönnunum nóg."


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner