Næstu þrír leikir ráða framtíð Amorim - Glasner, Southgate, Silva og Iraola orðaðir við Man Utd - Liverpool horfir til Araujo
Magnús Már: Það er gjörsamlega óásættanlegt
Viktor Jóns: Tók eftir því strax í vetur hvað býr í þessum gæja
Damir: Það er enginn skjálfti
Láki: Þetta réðst ekki hér
Lárus Orri kjarnyrtur „Berjast fyrir þessu og fara í svolítið fuck you mode"
Dóri Árna: Það er alveg rétt að stigasöfnun hefur verið rýr í síðustu deildarleikjum
Breki Baxter: FH leikurinn situr núna í okkur
Gummi Kristjáns léttur: Er að spila alltof aftarlega á vellinum
Túfa hefur ekki áhyggjur - „Alvöru menn taka mótlætið á kassann“
„Ekkert að rífa okkur upp til skýja fyrir að vinna Val hérna“
Valdimar Þór: Þurftum ekkert að elta þá út um allt
Sölvi eftir stórsigur á Meistaravöllum: Líst mjög vel á þetta gras hér í KR
Óskar Hrafn hugar að breytingum: Egó þjálfarans getur ekki verið að þvælast fyrir árangri liðsins
Davíð Smári: Ósáttur með að við skulum gleyma fyrir hvað við stöndum
Bjarni Guðjón: Það er gaman að vera Þórsari í dag
„Fullyrði að ekki nokkur leikmaður hefur bætt sig jafn mikið eftir þrítugt"
Rúnar: Þá tekur þú ekki besta leikmanninn í liðinu útaf
Hallgrímur Mar: Getum engum öðrum en sjálfum okkur um kennt
Heimir: Þeir voru að svæfa leikinn og komust upp með það
Jón Daði: Þarf að komast í burtu frá fótbolta og hreinsa hugan
   mán 28. apríl 2025 20:40
Elvar Geir Magnússon
Láki: Sagði mér að drulla mér bara í burtu
Þorlákur Árnason.
Þorlákur Árnason.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Bjarki Björn átti mjög öflugan leik.
Bjarki Björn átti mjög öflugan leik.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Ég var hérna í átta ár og geggjað að koma til baka, frábær leikur hjá ÍBV liðinu í dag," sagði Þorlákur Árnason, þjálfari ÍBV, eftir 3-2 útisigur liðsins gegn Stjörnunni.

Þetta var þriðji sigurleikur ÍBV í röð, ef bikarinn er tekinn með, og liðið átti flottan leik í Garðabænum. ÍBV komst í 2-0 en Stjarnan minnkaði muninn eftir aukaspyrnu sen Láki var alls ekki sáttur við að fá á sig.

Lestu um leikinn: Stjarnan 2 -  3 ÍBV

„Mér fannst við vera með leikinn í höndunum þegar þeir fá ótrúlega ódýra aukaspyrnu sem þeir skora upp úr. Maður var pirraður yfir því og fannst dómarinn bara koma þeim inn í leikinn," sagði Láki sem fékk gult spjald í hálfleik. Hann sagði dómarana ekki hafa viljað hlusta neitt á sig.

„Ég fékk ekkert að tjá mig, aðstoðardómarinn sagði mér að drulla mér bara í burtu. Ég tek það á mig, ég ætlaði að tjá mig en náði því ekki."

Gott að vera einangraður á þessari eyju
Maður leiksins var Bjarki Björn Gunnarsson, sem skoraði stórglæsilegt mark, og var að auki hreinlega stórskemmtilegur allan leikinn.

„Bjarki Björn var besti maður vallarins í dag. Hann er í hlutverki sem hentar honum gríðarlega vel og er bara frábær leikmaður," segir Láki.

Hann hrósar karakternum í markverði sínum, Marcel Zapytowski, sem gerði hræðileg mistök í fyrra marki Stjörnunnar en lét það ekki slá sig út af laginu og átti flottar vörslur eftir mistökin.

Eins og áður segir þá er ÍBV búið að vinna þrjá leiki í röð (gegn Víkingi, Fram og Stjörnunni) en það er eitthvað sem sparkspekingar sáu alls ekki í kortunum.

„Það er gott að vera einangraður á þessari eyju og maður er ekki mikið að spá í því hvað aðrir eru að segja um mann. Eyjamenn þekkja að hafa fyrir öllu í lífinu og það truflar okkur ekki neitt," segir Láki.

Í viðtalinu ræðir hann meðal annars um næsta leik gegn Vestra og segir að Eyjamenn séu ekki líklegir til að gera neinar breytingar á gluggadeginum sem er á morgun.
Athugasemdir
banner