Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
banner
   fim 28. maí 2020 19:30
Ívan Guðjón Baldursson
Sænski boltinn af stað 14. júní - Staðfest á morgun
Kolbeinn leikur fyrir AIK.
Kolbeinn leikur fyrir AIK.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Expressen greinir frá því að sænski boltinn muni fara af stað 14. júní og heldur því fram að knattspyrnusambandið muni staðfesta þessar fregnir í fyrramálið.

Nokkrir Íslendingar leika í sænsku deildinni, þar á meðal Kolbeinn Sigþórsson í AIK og Arnór Ingvi Traustason hjá Malmö.

Svíum hefur gengið vel að hafa hemil á kórónuveirunni og telja þeir því öruggt að fara aftur af stað með íþróttaheiminn.

Fyrstu leikir verða í útsláttarkeppni sænska bikarsins, sem var kominn á fullt skrið þegar Covid-19 skall á.

Danski boltinn fór af stað í dag og þá styttist óðfluga í upphaf íslenska, enska og ítalska boltans.

Sænski kvennaboltinn ætti ekki að fara af stað fyrr en 27. júní.


Athugasemdir
banner
banner
banner