Sóknarþenkjandi leikmenn voru að skora hátt hjá fréttamönnum Fótbolta.net í 4. umferð Lengjudeildarinnar. Því er blásið í alla herlúðra og lið umferðarinnar afskaplega sóknarsinnað.
Leikmaður umferðarinnar:
Axel Freyr Harðarson
Var gjörsamlega frábær í 6-0 sigri Fjölnis gegn Þór og var allt í öllu í sóknarleik Grafarvogsliðsins. Skoraði tvö og lagði upp. Axel lék með Kórdrengjum í fyrra og hefur komið öflugur inn í Fjölnisliðið. Hann er leikmaður 4. umferðar.
Leikmaður umferðarinnar:
Axel Freyr Harðarson
Var gjörsamlega frábær í 6-0 sigri Fjölnis gegn Þór og var allt í öllu í sóknarleik Grafarvogsliðsins. Skoraði tvö og lagði upp. Axel lék með Kórdrengjum í fyrra og hefur komið öflugur inn í Fjölnisliðið. Hann er leikmaður 4. umferðar.
Úlfur Arnar Jökulsson, þjálfari Fjölnis, er þjálfari umferðarinnar og þá er annar leikmaður liðsins í úrvalsliðinu, Máni Austmann Hilmarsson skoraði tvö gegn Þórsurum. Það eru Fjölnir, Grindavík og Afturelding sem eru á toppnum með 10 stig eftir fjórar umferðir.
Veðrið setti heldur betur sinn lit á umferðina og Afturelding vann 3-2 útisigur gegn Gróttu á Seltjarnarnesi, í miklum rokleik. Arnór Gauti Ragnarsson skoraði fyrir Aftureldingu og var öflugur við erfiðar aðstæður. Þá kom markvörðurinn Yevgen Galchuk í veg fyrir að úrslitin yrðu önnur.
Grindavík gerði góða ferð til Ísafjarðar og vann 2-0 útisigur. Grindavík á tvo leikmenn í úrvalsliðinu, Óskar Örn Hauksson skoraði bæði mörkin og var maður leiksins. Þá er Sigurjón Rúnarsson í vörninni.
ÍA vann kærkominn sigur þegar liðið vann Leikni 3-2 í Breiðholtinu. Steinar Þorsteinsson lagði upp tvö mörk fyrir Skagamenn sem eru því komnir með sinn fyrsta sigur.
Það var spennandi Suðurlandsslagur í Þorlákshöfn þegar Ægir tók á móti Selfossi. Staðan var lengi vel 1-1 en Selfoss skoraði tvö mörk á síðustu tíu mínútunum og vann 3-1. Guðmundur Tyrfingsson fyrirliði Selfyssinga heldur áfram að skora og þá skoraði Gary Martin einnig.
Marc McAusland varnarmaður Njarðvíkur stendur í vörninni eftir 3-1 sigur gegn Þrótti. Oliver Kelaart skoraði tvö mörk fyrir Njarðvíkinga sem unnu sinn fyrsta sigur í deildinni.
Lið umferðarinnar:
3. umferð - Sam Hewson (Þróttur)
2. umferð - Valdimar Jóhannsson (Selfoss)
1. umferð - Guðjón Pétur Lýðsson (Grindavík)
Stöðutaflan
L | U | J | T | ms: | mf: | mun | Stig | ||
---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|
0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 |
Athugasemdir