Guimaraes, Isak, Kimmich, Diaz, Branthwaite, Mainoo og fleiri góðir í slúðri dagsins
banner
   sun 28. maí 2023 18:04
Brynjar Ingi Erluson
Kane tjáði sig ekki um framtíðina - „Gott að komast í frí og spila nokkra leiki með landsliðinu“
Mynd: Getty Images
Harry Kane, framherji Tottenham Hotspur, vildi ekki tjá sig um framtíð sína hjá félaginu eftir 4-1 sigurinn á Leeds í lokaumferð ensku úrvalsdeildarinnar í dag.

Kane skoraði tvö mörk gegn Leeds og endaði sem annar markahæsti leikmaður deildarinnar með 30 mörk.

Hann átti magnað tímabil en frammistaða liðsins var vonbrigði og missti liðið af Evrópusæti.

Framtíð Kane hefur verið til umræðu eins og önnur sumur en hann ætlar að njóta þess að vera í fríi og einbeita sér núna að landsleikjunum með Englandi.

„Þetta tímabil var algjör vonbrigði. Við þurfum að vinna í ýmsu og þurftum að berjast á sumum augnablikum. Félag af þessari stærð á ekki að hafna í 8. sæti og við þurfum að njóta hlésins og sjá hvernig við getum bætt okkur.“

„Þetta er hluti af því að vera fótboltamaður og sérstaklega þegar maður er að spila upp á sitt besta. Ég setti alla einbeitingu á þetta tímabilinu og hjálpað liðinu af fremsta megni. Ég get ekki beðið eftir því að komast í smá frí og spila nokkra leiki með landsliðinu,“
sagði Kane.
Athugasemdir
banner
banner
banner