Guimaraes, Isak, Kimmich, Diaz, Branthwaite, Mainoo og fleiri góðir í slúðri dagsins
   sun 28. maí 2023 08:00
Brynjar Ingi Erluson
Kröfur Mark Bellingham fældu Liverpool í burtu
Mynd: Getty Images
Þýski blaðamaðurinn Christian Falk segir að ein af ástæðum þess að Liverpool dró sig úr baráttunni um Jude Bellingham hafi verið vegna föður hans.

Liverpool var sagt leiða baráttuna um Bellingham í apríl en stuttu eftir það greindu helstu miðlar frá því að félagið væri hætt við.

Bellingham mun ganga í raðir Real Madrid á næstu vikum en Madrídingar greiða um 100 milljónir evra og svo bætast bónusgreiðslur við.

Liverpool gat vel ráðið við kaupverðið sjálft en þá bætast 20 milljónir evra í launakostnað og það sem ýtti Liverpool algjörlega frá samningaborðinu voru kröfur Mark Bellingham.

Mark, sem er faðir Jude, er einnig umboðsmaður leikmannsins en hann fór fram á gríðarlega háa upphæð sem Liverpool lýsti sem klikkun.

„Ég heyrði að kröfur hans hafi verið afgerandi í ákvörðuninni. Auðvitað skiptir heildarverðið máli. Ef við erum að tala um launin og verðmiðann þá hefði Liverpool vel getað klárað þetta,“ sagði Falk.

„Laun upp á 20 milljónir evra, plús kaupverðið sem Dortmund segir vera 150 milljónir evra og svo bónusgreiðslur og svo aukapeningur fyrir Mark Bellingham gerði þetta ómögulegt fyrir Liverpool,“ sagði hann ennfremur.
Athugasemdir
banner
banner