Sergio Rico varamarkvörður PSG er illa haldinn á gjörgæslu á Spáni eftir að hafa dottið af hestbaki.
Leikmenn PSG fengu frí eftir að hafa unnið franska titilinn í gær og fór Rico heim til Spánar. Hann var á hestbaki og lenti í samstuði við annan hest sem varð til þess að hann datt af hestbaki.
Talsmaður PSG segir að hann sé alvarlega slasaður.
Rico er 29 ára gamall Spánverji en hann gekk til liðs við PSG árið 2019 frá Sevilla en hann var á láni hjá Fulham tímabilið 2018/19.
Paris Saint-Germain learned of the accident involving its player Sergio Rico on Sunday and remains in constant contact with his loved ones.
— Paris Saint-Germain (@PSG_English) May 28, 2023
The entire Red and Blue community offers them its full support.
,
Athugasemdir