Næstu þrír leikir ráða framtíð Amorim - Glasner, Southgate, Silva og Iraola orðaðir við Man Utd - Liverpool horfir til Araujo
   sun 28. maí 2023 12:24
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Pochettino búinn að skrifa undir hjá Chelsea

Chelsea hefur náð samkomulagi við Mauricio Pochettino um að taka við liðinu en fjölmiðlar greina frá því að hann sé búinn að skrifa undir samning við félagið.

Talið er að samningurinn sé til þriggja ára.


Jesus Perez, Tony Jimenez, Miguel D'Agostino og Sebastiano Pochettino sonur Mauricio verða í þjálfarateyminu.

Hann mun hefja störf í næstu viku.

Pochettino þekkir vel til í ensku úrvalsdeildinni en hann stýrði Southampton og Tottenham á árunum 2013-2019.


Athugasemdir