Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
banner
   fim 28. júní 2018 13:30
Ingólfur Páll Ingólfsson
Campbell: Árangur Englands í föstum leikatriðum ekkert nýtt
Sol Campbell var öflugur í loftinu.
Sol Campbell var öflugur í loftinu.
Mynd: Getty Images
Sol Campbell segir að föst leikatriði hafi alltaf verið áhersluatriði hjá enska landsliðinu.

Campbell skoraði fyrsta mark Englands á HM 2002 með skalla eftir hornspyrnu en það landsliðið hefur sjaldan verið jafn skorað jafn mikið úr föstum leikatriðum og á núverandi móti.

Gareth Southgate, landsliðsþjálfari Englands sagði í viðtali að þjálfaraliðið hafi gert sér grein fyrir því að föst leikatriði gætu verið eitthvað sem þeir gætu nýtt sér. Campbell segir hinsvegar að föst leikatriði hafi alltaf verið í forgangi.

Ef þú skoðar England og tölfræðina frá HM, það getur verið að um 50% marka hafa komið eftir föst leikatriði. Við höfum alltaf einbeitt okkur að þeim, þetta er ekkert nýtt," sagði Campbell.

Þá hefur Campbell verið sáttur við þriggja manna vörn Englands hingað til.

Þriggja manna vörnin hefur virkað vel. Það hentar að hafa aukamann þarna, ég held að séum ekki með mannskap til þess að spila með fjóra flata,” sagði Campbell.

Þegar stærri leikirnir koma og það liggur meira á markmanninnum og vörninni verður áhugavert að sjá hvernig þeim mun ganga. Vonandi geta þeir stigið upp og haldið áfram að spila eins og þeir hafa verið að gera.”
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner