Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   sun 28. júní 2020 23:52
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Tveir Þórsarar léku ekki vegna óvissu með smit - „Margt annað mikilvægara í lífinu"
Leikmaður Leiknis veikur og fer í Covid próf
Lengjudeildin
Tveir leikmenn Þórsara fóru ekki með til Reyðafjarðar í dag.
Tveir leikmenn Þórsara fóru ekki með til Reyðafjarðar í dag.
Mynd: Fótbolti.net - Eyjólfur Garðarsson
Vantaði upp á samskipti milli KSÍ og félaganna í dag?
Vantaði upp á samskipti milli KSÍ og félaganna í dag?
Mynd: Getty Images
Það vakti athygli fréttaritara þegar leikskýrslan var gerð opinber fyrir leik Leiknis F. og Þórs frá Akureyri. Þar vantaði tvær þekktar stærðir í leikmannahóp Þórsara, þá Sigurð Marínó Kristjánsson og Jónas Björgvin Sigurbergsson. Páll Viðar Gíslason, þjálfari Þórsara, var spurður út í þeirra fjarveru eftir 2-3 útisigur Þórs í Fjarðabyggðarhöllinni.

„Ég vil helst ekki tjá mig um það en það er ekkert vesen eða vandamál eða neitt. Ég ber virðingu fyrir þeirra ákvörðun. Það eru ekkert allir sammála um hvernig hlutirnir eru gerðir þegar kórónavírusinn er annars vegar og þeir [Leiknir F.] voru að spila við lið, [Stjörnuna í bikarkeppninni] sem er í sóttkví núna, fyrir nokkrum dögum," sagði Palli.

„Þeir vinna í heilbrigðisgeiranum þannig ég ber fulla virðingu fyrir ákvörðun þeirra, styð hana og mun gera það aftur ef þessi staða kemur upp aftur: að einhverjir leikmenn telji það ekki boðlegt að það sé spilaður fótboltaleikur því það er margt annað mikilvægara í lífinu heldur en fótboltaleikir. Við stöndum allir saman í þessu og styðjum allar ákvarðanir sem eru teknar í sambandi við þetta mál. Ég virði þeirra ákvörðun og ekkert vandamál," bætti Palli við.

Leiknir F. lék gegn Stjörnunni í Mjólkurbikarnum í vikunni og í kjölfarið greindist einn leikmaður Stjörnunnar með Covid-19 og vegna þess er allt Stjörnuliðið komið í sóttkví og þremur leikjum þeirra í Pepsi Max-deild karla frestað.

Brynar Skúlason, þjálfari Leiknis, var spurður út í [möguleg] samskipti við KSÍ varðandi hvort þessi leikur færi fram eftir að í ljós kom að leikmaður í liði Stjörunnar væri með veiruna.

„Að mér vitandi hafði enginn hjá KSÍ samband við okkur. Þórsararnir voru að reyna senda mér skilaboð í gærmorgun. Ég sagði að ég vissi jafn mikið og þeir. Við komumst svo að því sjálfir að þetta hefði verið leikmaður [Stjörnunnar] sem var ekki í hóp gegn okkur og Þórsararnir náðu í Birki Sveinsson (mótastjóra KSÍ) og hann sagði að leikurinn væri on."

„Þetta er náttúrulega óþægilegt og svo vantaði einn leikmann í liðið mitt sem er veikur. Honum var strax bannað að koma út af því við vitum ekkert alveg hvað er í gangi. Við þorum ekki annað en að setja hann í test til að vera vissir. Þetta teygir anga sína víða en ég tel að allir séu að gera sitt besta í þessu,"
sagði Binni.

Viðtölin við Binna og Palla má sjá og heyra hér fyrir neðan.

Binni Skúla: Svekktur út í þessi drullumörk
Palli Gísla: Þykir ógeðslega vænt um þetta mark
Athugasemdir
banner
banner