Arsenal á góða möguleika á að fá Rodrygo - Atletico leggur allt kapp á að fá Romero - West Ham hafnaði tilboði í Kudus
Hrannar Snær: Mjög sáttur með mína frammistöðu það sem af er
Dóri Árna: Slakasti hálfleikurinn í sumar
Maggi Már: Bara einn staður sem þeir eiga að vera á og það er hérna í 270
Siggi Höskulds: Þetta á að skila sigri alveg sama á hvaða velli
Venni: Þetta er algjört lúxusvandamál sem ég glími við
Tómas Bjarki: Þetta er alveg kúnst
Halli Hróðmars: Leikplanið fór út um gluggann snemma í dag
Gunnar Heiðar: Þegar lestin er farin af stað er helvíti erfitt að stoppa hana
Jakob Gunnar: Einhver skrítnasta skottækni sem ég hef séð
Með þrjú stórmót og yfir 100 leiki á bakinu - „Ég fer með það í gröfina"
„Viðurkenning fyrir hana og íslenskan fótbolta"
Vann með Frank Lampard áður en hann tók til starfa hjá KSÍ
Gunnhildur elskar nýtt hlutverk - „Baldvin Leó fékk að fljóta með"
Steini: Ákveðinn lamandi ótti eiginlega
Þurfum að vinna heimakonur - „Þetta eru allt heimsklassa lið"
Fyrstu mínútur Kötlu á stórmóti - „Fokking hell maður"
Karólína Lea: Ég hef aldrei séð hana jafn hvíta í framan
Sveindís: Spilum ekki fótbolta í fyrri hálfleik
Ingibjörg: Auðvelt að segja að þetta eigi að vera venjulegt
Cecilía segir hafa verið stress í liðinu - „Ætlum að vinna næstu tvo“
   mið 28. september 2022 15:28
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Pétur gagnrýnir KSÍ og UEFA: Ef þetta er virðing þá er mikið að
Kvenaboltinn
Pétur á hliðarlínunni í dag.
Pétur á hliðarlínunni í dag.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Úr leiknum í dag.
Úr leiknum í dag.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Ég sé að íslensk lið - hvort sem það er Valur eða önnur lið - eigi að komast í Meistaradeildina," sagði Pétur Pétursson, þjálfari Vals, eftir markalaust jafntefli gegn Slavia Prag frá Tékklandi í dag.

Valur tapaði einvíginu mjög naumlega, 0-1, og fer því ekki í riðlakeppnina að þessu sinni.

Lestu um leikinn: Slavia Prag 0 -  0 Valur

„Mér finnst líka allt í lagi fyrir knattspyrnusambandið að reyna að hjálpa svo það sé hægt. Þetta lið - Slavia - fær vikufrí til að spila þennan leik. Þær áttu að spila á sunnudaginn en því var frestað. Á meðan erum við að spila rosalega mikið af leikjum eins og Blikarnir voru að gera."

Valur spilaði leik gegn Aftureldingu síðasta laugardag og var því að spila þrjá leiki á sjö dögum.

„Mér finnst að það ætti að hjálpa okkur aðeins meira. Svo fljúgum við heim og náum ekki einu sinni æfingu fyrir leik á móti Selfossi á laugardaginn."

„En fyrst og fremst er ég stoltur af þessu liði. Mér fannst við heilt yfir eiga að komast áfram."

Hvað vantaði upp á í dag?

„Mér fannst fyrri hálfleikur fínn. Við fengum tækifæri til að gera eitthvað en nýttum þau ekki. Mér fannst við ekki byrja nægilega vel í seinni hálfleik, kannski út af þreytu - ég veit það ekki. Við reyndum og reyndum. Þetta er ágætis lið en ég tel okkur vera betri í báðum þessum leikjum."

Vallaraðstæður í Tékklandi voru ekki upp á marga fiska eins og lesa má um hérna.

„Það stendur hérna 'respect' (virðing) á fána hérna merktum UEFA (knattspyrnusambandi Evrópu). Ef þetta er virðing - að spila á svona velli í úrslitaleik til að komast í Meistaradeildina - þá er eitthvað mikið að hjá UEFA. Þetta er lélegt gras. Það er fáránlegt að við séum ekki að spila á alvöru velli."

„Á næsta ári þá stefnum við að því að komast í riðlakeppnina," segir Pétur.

Hægt er að sjá allt viðtalið í spilaranum hér að ofan, en Pétur segir liðið naga sig í handarbökin eftir fyrri leikinn þar sem frammistaðan í fyrri hálfleik var ekki sérstök. Hann segist samt sem áður vera ánægður með tímabilið þar sem Valur varð bæði Íslands- og bikarmeistari.
Athugasemdir
banner