Amorim með áhugaverða klásúlu - Man City sýnir Mainoo áhuga - Juve vill Silva - Liverpool gæti gert tilboð í Araujo
Venni: Get ekkert farið að sparka í ruslatunnur eða urðað yfir menn
Hemmi hafði ekki tíma í að einbeita sér að leiknum - „Það voru allir að biðja um skiptingu"
Liam Daði: Við stefnum á Laugardalsvöll og það er ekkert flókið
Karl Ágúst talar um hátt spennustig - „Allt undir á sunnudaginn"
Haraldur Freyr: Það er bara hálfleikur í þessu
Gunnar Heiðar um rauða spjald Diouck: Leiðinlegt að þurfa að fara í einhvern svona leik
Magnús Már: Það er gjörsamlega óásættanlegt
Viktor Jóns: Tók eftir því strax í vetur hvað býr í þessum gæja
Damir: Það er enginn skjálfti
Láki: Þetta réðst ekki hér
Lárus Orri kjarnyrtur „Berjast fyrir þessu og fara í svolítið fuck you mode"
Dóri Árna: Það er alveg rétt að stigasöfnun hefur verið rýr í síðustu deildarleikjum
Breki Baxter: FH leikurinn situr núna í okkur
Gummi Kristjáns léttur: Er að spila alltof aftarlega á vellinum
Túfa hefur ekki áhyggjur - „Alvöru menn taka mótlætið á kassann“
„Ekkert að rífa okkur upp til skýja fyrir að vinna Val hérna“
Valdimar Þór: Þurftum ekkert að elta þá út um allt
Sölvi eftir stórsigur á Meistaravöllum: Líst mjög vel á þetta gras hér í KR
Óskar Hrafn hugar að breytingum: Egó þjálfarans getur ekki verið að þvælast fyrir árangri liðsins
Davíð Smári: Ósáttur með að við skulum gleyma fyrir hvað við stöndum
   mið 28. september 2022 15:28
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Pétur gagnrýnir KSÍ og UEFA: Ef þetta er virðing þá er mikið að
Kvenaboltinn
Pétur á hliðarlínunni í dag.
Pétur á hliðarlínunni í dag.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Úr leiknum í dag.
Úr leiknum í dag.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Ég sé að íslensk lið - hvort sem það er Valur eða önnur lið - eigi að komast í Meistaradeildina," sagði Pétur Pétursson, þjálfari Vals, eftir markalaust jafntefli gegn Slavia Prag frá Tékklandi í dag.

Valur tapaði einvíginu mjög naumlega, 0-1, og fer því ekki í riðlakeppnina að þessu sinni.

Lestu um leikinn: Slavia Prag 0 -  0 Valur

„Mér finnst líka allt í lagi fyrir knattspyrnusambandið að reyna að hjálpa svo það sé hægt. Þetta lið - Slavia - fær vikufrí til að spila þennan leik. Þær áttu að spila á sunnudaginn en því var frestað. Á meðan erum við að spila rosalega mikið af leikjum eins og Blikarnir voru að gera."

Valur spilaði leik gegn Aftureldingu síðasta laugardag og var því að spila þrjá leiki á sjö dögum.

„Mér finnst að það ætti að hjálpa okkur aðeins meira. Svo fljúgum við heim og náum ekki einu sinni æfingu fyrir leik á móti Selfossi á laugardaginn."

„En fyrst og fremst er ég stoltur af þessu liði. Mér fannst við heilt yfir eiga að komast áfram."

Hvað vantaði upp á í dag?

„Mér fannst fyrri hálfleikur fínn. Við fengum tækifæri til að gera eitthvað en nýttum þau ekki. Mér fannst við ekki byrja nægilega vel í seinni hálfleik, kannski út af þreytu - ég veit það ekki. Við reyndum og reyndum. Þetta er ágætis lið en ég tel okkur vera betri í báðum þessum leikjum."

Vallaraðstæður í Tékklandi voru ekki upp á marga fiska eins og lesa má um hérna.

„Það stendur hérna 'respect' (virðing) á fána hérna merktum UEFA (knattspyrnusambandi Evrópu). Ef þetta er virðing - að spila á svona velli í úrslitaleik til að komast í Meistaradeildina - þá er eitthvað mikið að hjá UEFA. Þetta er lélegt gras. Það er fáránlegt að við séum ekki að spila á alvöru velli."

„Á næsta ári þá stefnum við að því að komast í riðlakeppnina," segir Pétur.

Hægt er að sjá allt viðtalið í spilaranum hér að ofan, en Pétur segir liðið naga sig í handarbökin eftir fyrri leikinn þar sem frammistaðan í fyrri hálfleik var ekki sérstök. Hann segist samt sem áður vera ánægður með tímabilið þar sem Valur varð bæði Íslands- og bikarmeistari.
Athugasemdir
banner
banner