Man Utd blandar sér í baráttuna um Estevao - Man Utd sýnir Guirassy áhuga - Man Utd í viðræðum um varnarmanninn Dragusin
banner
   fim 28. september 2023 12:02
Elvar Geir Magnússon
Miðasala hafin á leik Íslands og Lúxemborgar - Endurkoma Gylfa?
watermark
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Íslenska karlalandsliðið mætir Lúxemborg á Laugardalsvelli föstudaginn 13. október klukkan 18:45 í undankeppni EM 2024.

Miðasala á leikinn hófst núna í hádeginu, fimmtudaginn 28. september klukkan á tix.is.

Ísland tapaði fyrir Lúxemborg í síðasta glugga en ljóst er að í október er stefnt á að taka fullt hús stiga.

Mögulegt er að leikurinn gegn Lúxemborg verði fyrsti leikur Gylfa Þórs Sigurðssonar fyrir íslenska landsliðið síðan í nóvember 2020. Gylfi hefur leikið 78 landsleiki fyrir Ísland og skorað 25 mörk.

Gylfi lék sinn fyrsta alvöru leik í langan tíma þegar hann kom inn af bekknum hjá Lyngby síðasta föstudag.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner