Man City, Man Utd og Arsenal á eftir Etta Eyong - Milan hefur áhuga á Zirkzee - Bayern í viðræðum um bakvörð
banner
   lau 28. nóvember 2020 14:05
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Byrjunarlið Man City og Burnley: Jói og Sterling á bekknum - Aguero ekki með
Manchester City tekur á móti Burnley á Etihad vellinum klukkan 15:00 í öðrum leik dagsins í ensku úrvalsdeildinni. Leikurinn er í beinni útsendingu á Síminn Sport.

Manchester City hefur farið illa af stað í deildinni miðað við fyrri ár og tapaði gegn Tottenham um síðustu helgi.

Burnley vann sinn fyrsta sigur í síðustu umferð, gegn Crystal Palace á heimavelli.

Pep Guardiola, stjóri City, gerir 3 breytingar frá leiknum gegn Tottenham. Joao Cancelo og Bernardo Silva taka sér sæti á bekknum en Aymeric Laporte er ekki í leikmannahópnum. Sergio Aguero er heldur ekki í leikmannahópnum. Guardiola sagði fyrir helgina að Aguero þyrfti tíma til að jafna sig í kjölfar andláts Maradona sem var guðfaðir Aguero. John Stones og Benjamin Mendy koma inn í liðið hjá City ásamt Ilkay Gundogan.

Sean Dyche, stjóri Burnley, gerir þrjár breytingar frá leiknum á mánudag. Nick Pope er frá vegna meiðsla og Bailey Peacock-Farrell ver mark Burnley í leiknum. Josh Brownhill er ekki í leikmannahópnum og þá er Jóhann Berg Guðmundsson á varamannabekknum. Ashley Barnes og John Benson koma inn.

Byrjunarlið Man City: Ederson, Walker, Dias, Stones, Mendy, Gundogan, Rodrigo, Mahrez, De Bruyne (C), Torres, Jesus.

(Varamenn: Steffen, Sterling, Bernardo, Fernandinho, Cancelo, Foden, Garcia)

Byrjunarlið Burnley: Peacock-Farrell, Lowton, Tarkowski, Mee, Taylor, Westwood, Benson, McNeil, Wood, Barnes, Rodriguez.

(Varamenn: Norris, Pieters, Long, Vydra, Jóhann Berg, Dunne, Goodridge.)
Stöðutaflan England Premier league - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Arsenal 9 7 1 1 16 3 +13 22
2 Bournemouth 9 5 3 1 16 11 +5 18
3 Tottenham 9 5 2 2 17 7 +10 17
4 Sunderland 9 5 2 2 11 7 +4 17
5 Man City 9 5 1 3 17 7 +10 16
6 Man Utd 9 5 1 3 15 14 +1 16
7 Liverpool 9 5 0 4 16 14 +2 15
8 Aston Villa 9 4 3 2 9 8 +1 15
9 Chelsea 9 4 2 3 17 11 +6 14
10 Crystal Palace 9 3 4 2 12 9 +3 13
11 Brentford 9 4 1 4 14 14 0 13
12 Newcastle 9 3 3 3 9 8 +1 12
13 Brighton 9 3 3 3 14 15 -1 12
14 Everton 9 3 2 4 9 12 -3 11
15 Leeds 9 3 2 4 9 14 -5 11
16 Burnley 9 3 1 5 12 17 -5 10
17 Fulham 9 2 2 5 9 14 -5 8
18 Nott. Forest 9 1 2 6 5 17 -12 5
19 West Ham 9 1 1 7 7 20 -13 4
20 Wolves 9 0 2 7 7 19 -12 2
Athugasemdir
banner