Man Utd ætlar að bjóða í Barkley - Varane og Casemiro aftur til Real?
   mán 28. nóvember 2022 06:00
Ívan Guðjón Baldursson
Melkorka Katrín ráðin sem aðstoðarþjálfari Gróttu
Mynd: Grótta

Melkorka Katrín Flygenring Pétursdóttir hefur verið ráðin sem aðstoðarþjálfari meistaraflokks kvenna hjá Gróttu.


Melkorka var í haust ráðin sem þjálfari 4. og 5. flokks kvenna eftir að hafa verið hjá FH sem leikmaður og þjálfari yngri flokka á síðustu árum.

Melkorka Katrín, fædd 1998, spilaði í efstu deild með FH en hætti fyrir fjórum árum. Hún stundar í dag meistaranám í sjúkraþjálfun og hefur lokið UEFA B þjálfararéttindum.

„Knattspyrnudeild Gróttu fagnar því að hafa samið við Melkorku um starfið og hlakkar til komandi samstarfs," segir meðal annars í yfirlýsingu frá Gróttu.

Grótta fór upp úr 2. deild kvenna í haust og spilar því í Lengjudeildinni næsta sumar.

Melkorka mun aðstoða Pétur Rögnvaldsson aðalþjálfara meistaraflokks kvenna.


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner