Hver tekur við af Klopp? - Dani Olmo orðaður við Man Utd - Greenwood í skiptum fyrir Gleison Bremer
   sun 29. janúar 2023 22:30
Ívan Guðjón Baldursson
Frakkland: Lánsmaður frá Arsenal tók tvö stig af PSG
Mynd: EPA
Mynd: EPA

PSG 1 - 1 Reims
1-0 Neymar ('51)
1-1 Folarin Balogun ('95)
Rautt spjald: Marco Verratti, PSG ('59)


Frakklandsmeistarar Paris Saint-Germain tóku á móti Reims í lokaleik helgarinnar í franska boltanum. PSG gat aukið forystu sína á toppi deildarinnar með sigri í kvöld eftir að liðin í næstu fjórum sætum fyrir neðan gerðu jafntefli eða töpuðu sínum leikjum.

Reims er þó alls ekki gefin veiði og áttu heimamenn í París í gífurlega miklu basli í fyrri hálfleiknum. PSG hélt boltanum mikið innan liðsins en átti aðeins eina marktilraun á móti níu tilraunum frá Reims sem voru óheppnir að taka ekki forystuna.

Neymar kom heimamönnum yfir í upphafi síðari hálfleiks þegar boltinn datt heppilega fyrir hann í frábærri stöðu innan vítateigs. 

Skömmu síðar fékk Marco Verratti beint rautt spjald fyrir hættulega tæklingu og var síðasti hálftími viðureignarinnar gífurlega spennandi. Gestirnir frá Reims fengu góð færi en komu boltanum ekki í netið - ekki fyrr en seint í uppbótartíma.

Folarin Balogun, lánsmaður frá Arsenal, var þar á ferðinni þegar hann slapp í gegn eftir að Marquinhos gleymdi sér. Balogun hefur verið í fantaformi á tímabilinu og er kominn með 11 mörk í 19 leikjum í frönsku deildinni.

Balogun er 21 árs gamall og með tvö og hálft ár eftir af samningi sínum við Arsenal.

PSG er með 48 stig eftir 20 umferðir og er aðeins búið að ná í fjögur stig úr síðustu fjórum leikjum. Reims er um miðja deild með 26 stig.

Það fóru fleiri leikir fram í dag þar sem Alexandre Lacazette skoraði í 0-2 sigri Lyon á meðan Nice lagði Lille að velli.

Lyon, Lille og Nice hafa öll verið að spila undir væntingum á tímabilinu og eru um miðja deild. Lille gengur best og er með 34 stig eftir 20 umferðir, þremur stigum frá Evrópusæti.


Athugasemdir
banner
banner
banner