banner
   sun 29. janúar 2023 09:20
Ívan Guðjón Baldursson
Þrír hafa hafnað Ajax - Byrjuðu á Zlatko Dalic
Dalic hefur unnið til silfur- og bronsverðlauna með Króatíu á HM.
Dalic hefur unnið til silfur- og bronsverðlauna með Króatíu á HM.
Mynd: Getty Images

Hollensku risarnir í Ajax eru í þjálfaraleit og greinir De Telegraaf frá því að þrír þjálfarar séu nú þegar búnir að hafna tækifærinu að taka við félaginu eftir að Alfred Schreuder var rekinn á dögunum.


Schreuder var rekinn eftir jafntefli gegn Volendam í vikunni sem var sjöundi sigurlausi leikur Ajax í röð í deildinni þar sem liðið er óvænt í fimmta sæti - sjö stigum eftir toppliði Feyenoord. 

Ajax byrjaði á að tala við Zlatko Dalic, landsliðsþjálfara Króatíu, en hann hafnaði tækifærinu að mæta í samningsviðræður.

Félagið ræddi svo beint við næstu tvo menn á óskalista stjórnarinnar sem neituðu einnig að mæta í viðræður.

Ajax er sigursælasta félag í sögu hollenska boltans og er þekkt fyrir að bæði finna og framleiða ótrúlega góða leikmenn.


Athugasemdir
banner
banner
banner