Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   mið 29. mars 2023 11:00
Elvar Geir Magnússon
Mancini sagður pirraður í starfi sínu hjá Ítalíu
Mynd: EPA
La Repubblica segir að Roberto Mancini sé orðinn pirraður í starfi sínu sem landsliðsþjálfari Ítalíu og gæti hætt, þrátt fyrir að vera samningsbundinn til 2026.

Mancini skrifaði undir framlengingu eftir að Ítalía vann EM alls staðar en honum mistókst að koma liðinu á HM í Katar.

Í fyrsta sinn síðan Mancini tók við Ítalíu þá skellti hann skuldinni á leikmenn sína eftir lélega frammistöðu í 2-0 sigri gegn Möltu á sunnudag. Hann sagði að liðið „hefði getað gert allt betur“.

Mancini hefur kvartað yfir fáum möguleikum sem hann hafi sóknarlega.

„Ævintýraferð Roberto Mancini með landsliðið bognaði en brotnaði ekki eftir að liðinu mistókst að komast á HM. Í þetta skipti tel ég að því sé lokið," segir Enrico Currò, fréttaritari La Repubblica.

Mancini hefur verið orðaður við Tottenham og PSG en talið er að freistandi tilboð frá evrópskum félagsliðum gæti fengið hann til að segja upp störfum. Pirringur hans var augljós eftir leikinn gegn Möltu.

„Það er aðeins ítalska fótboltasambandið sem getur hjálpað Mancini að endurheimta eldmóðinn, hvatt leikmenn til að sýna hvað þeir eru tilbúnir að gera fyrir treyjuna. Antonio Conte hefur verið nefndur sem möguleiki í landsliðsþjálfarastólinn en á þessu stigi er það ótímabært að ræða um hans endurkomu."
Athugasemdir
banner