Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
   fös 29. maí 2020 08:30
Ívan Guðjón Baldursson
Jeremie Boga ekki til sölu þrátt fyrir mikinn áhuga
Boga er kominn með 8 mörk og 4 stoðsendingar í 24 deildarleikjum á tímabilinu.
Boga er kominn með 8 mörk og 4 stoðsendingar í 24 deildarleikjum á tímabilinu.
Mynd: Getty Images
Kantmaðurinn Jeremie Boga hefur sprungið út með Sassuolo í ítölsku deildinni og vakið áhuga stórliða á Ítalíu.

Boga, sem er 23 ára, ólst upp hjá Chelsea en þótti ekki nógu góður til að berjast um sæti í aðalliðinu. Hann var því seldur til Sassuolo sumarið 2018 fyrir 5 milljónir evra.

Juventus, Napoli, Milan og Atalanta eru á meðal áhugasamra félaga en markaðsvirði Boga hefur rokið upp og er hann núna metinn á 20 milljónir evra. Félagið metur hann þó á meira og mun líklega hafna tilboðum undir 25 milljónum.

„Boga hefur vaxið mikið sem leikmaður undir stjórn De Zerbi og hafa mörg félög áhuga á honum," sagði Giovanni Carnevali, stjórnarformaður Sassuolo, í sjónvarpsútsendingu Rai 2.

„Við ætlum þó ekki að selja hann nema við fáum tilboð sem við getum ekki hafnað. Við viljum halda áfram verkefninu sem Giorgio Squinzi hrinti af stað. Ég býst við að Boga verði áfram í treyju Sassuolo á næstu leiktíð."

Giorgio Squinzi er fyrrum eigandi Sassuolo sem lést í október.


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner