Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
   fös 29. maí 2020 21:00
Ívan Guðjón Baldursson
Ronaldo tekjuhæstur á árinu - Einni milljón fyrir ofan Messi
Mynd: Getty Images
Mynd: Getty Images
Mynd: Getty Images
Forbes tekur árlega saman lista yfir hæst launuðu íþróttamenn heims og er Cristiano Ronaldo, framherji Juventus og portúgalska landsliðsins, launahæsti knattspyrnumaðurinn í ár. Tenniskappinn Roger Federer er tekjuhæsti íþróttamaðurinn í fyrsta sinn.

Forbes skoðar innkomu íþróttamanna frá 1. júní 2019 til 1. júní 2020 og eru þrír knattspyrnumenn ofarlega á listanum. Auk Ronaldo má finna Lionel Messi og Neymar meðal launahæstu íþróttamanna heims.

Mohamed Salah og Kylian Mbappe koma næstir á eftir en þeir þéna þrisvar sinnum minna heldur en stærstu stjörnurnar.

Ronaldo þénaði 105 milljónir dollara fyrir skatt á síðasta ári og er næstlaunahæsti íþróttamaður heims, einni milljón á eftir Federer. Messi er svo í þriðja sæti, einni milljón eftir Ronaldo.

Messi og Ronaldo hafa skipst á að eiga toppsæti listans undanfarin ár en laun þeirra hafa samanlagt lækkað um 28 milljónir dollara frá því í fyrra þökk sé Covid-19.

Neymar kemur í fjórða sæti á listanum og er því sá þriðji í knattspyrnuheiminum, með 95,5 milljónir í tekjur. Það er þrisvar sinnum meira en næstu knattspyrnumenn á listanum, Mohamed Salah og Kylian Mbappe.

Salah og Mbappe eru í 34. og 36. sæti á heildarlista íþróttamanna, á svipuðum slóðum og boxarinn Canelo Alvarez, körfuboltakappinn Damian Lillard, ökuþórinn Sebastian Vettel og tennisstjarnan Serena Williams.

Í heildina komast fjórtán knattspyrnumenn á lista yfir hundrað launahæstu íþróttamenn heims.

Þar á meðal má finna Andres iniesta, Mesut Özil, Oscar og Alexis Sanchez.

Fjórtán launahæstu knattspyrnumenn heims:
1. Cristiano Ronaldo - 106m
2. Lionel Messi - 105m
3. Neymar - 95,5m
4. Mohamed Salah - 35,1m
5. Kylian Mbappe - 33,8m
6. Andres Iniesta - 29,6m
7. Mesut Özil - 28,7m
8. Paul Pogba - 28,5m
9. Oscar - 27,5m
10. Antoine Griezmann - 26,7m
11. David De Gea - 25,7m
12. Alexis Sanchez - 25,6m
13. Gareth Bale - 25,2m
14. Sergio Ramos - 21,8m
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner