Chelsea tilbúið að opna veskið - Man Utd horfir til Dortmund, Wolves og Malmö - Zirkzee eftirsóttur
   mán 29. maí 2023 06:00
Brynjar Ingi Erluson
Haaland endaði markahæstur - De Bruyne með flestar stoðsendingar
Erling Braut Haaland skoraði 36 mörk á tímabilinu
Erling Braut Haaland skoraði 36 mörk á tímabilinu
Mynd: Man City
Erling Braut Haaland, framherji Manchester City, var markahæsti leikmaður ensku úrvalsdeildarinnar á tímabilinu og liðsfélagi hans, Kevin De Bruyne, með flestar stoðsendingar.

Haaland, sem kom til Man CIty frá Borussia Dortmund fyrir tímabilið, skoraði 36 mörk í deildinni á fyrstu leiktíð sinni.

Hann bætti markamet Andy Cole og Alan Shearer frá tíunda áratugnum. Hann hefði sennilega getað skorað fleiri mörk en tvisvar kom hann af bekknum í deildinni og í lokaumferðinni var hann hvíldur.

De Bruyne, sem er án efa einn og ef ekki besti leikmaður sem spilað hefur í úrvalsdeildinni, lagði upp sextán mörk og var stoðsendingahæstur.

David De Gea, markvörður Man Utd, hélt oftast hreinu eða 17 sinnum.

Markahæstir:
1. Erling Braut Haaland (Man City) - 36
2. Harry Kane (Tottenham) - 30
3. Ivan Toney (Brentford) - 20
4. Mohamed Salah (Liverpool) - 19
5. Callum Wilson (Newcastle) - 18

Stoðsendingahæstir:
1. Kevin De Bruyne (Man City) - 16
2. Mohamed Salah (Liverpool) - 12
2. Leandro Trossard (Brighton) - 12
4. Michael Olise (Crystal Palace) - 11
4. Bukayo Saka (Arsenal) - 11

Héldu oftast hreinu:
1. David De Gea (Man Utd) - 17
2. Alisson (Liverpool) - 14
2. Nick Pope (Newcastle) - 14
2. Aaron Ramsdale (Arsenal) - 14
5. David Raya (Brentford) - 12


Stöðutaflan England Premier league - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Arsenal 11 8 2 1 20 5 +15 26
2 Man City 11 7 1 3 23 8 +15 22
3 Chelsea 11 6 2 3 21 11 +10 20
4 Sunderland 11 5 4 2 14 10 +4 19
5 Tottenham 11 5 3 3 19 10 +9 18
6 Aston Villa 11 5 3 3 13 10 +3 18
7 Man Utd 11 5 3 3 19 18 +1 18
8 Liverpool 11 6 0 5 18 17 +1 18
9 Bournemouth 11 5 3 3 17 18 -1 18
10 Crystal Palace 11 4 5 2 14 9 +5 17
11 Brighton 11 4 4 3 17 15 +2 16
12 Brentford 11 5 1 5 17 17 0 16
13 Everton 11 4 3 4 12 13 -1 15
14 Newcastle 11 3 3 5 11 14 -3 12
15 Fulham 11 3 2 6 12 16 -4 11
16 Leeds 11 3 2 6 10 20 -10 11
17 Burnley 11 3 1 7 14 22 -8 10
18 West Ham 11 3 1 7 13 23 -10 10
19 Nott. Forest 11 2 3 6 10 20 -10 9
20 Wolves 11 0 2 9 7 25 -18 2
Athugasemdir
banner
banner