Risatilboði Chelsea hafnað - Tekur Nuno við West Ham? - Tveir á blaði United - Ungur miðvörður til Arsenal?
   mán 29. júní 2020 10:50
Elvar Geir Magnússon
Stjörnur Barcelona pirraðar út í þjálfarann
Stjörnuleikmenn Barcelona voru mjög pirraðir út í Quique Setien þjálfara eftir 2-2 jafnteflið gegn Celta Vigo á laugardaginn. Celta jafnaði metinn seint í leiknum.

Marca segir að eftir leikinn hafi leikmenn gagnrýnt leikáætlun Setien og þá hafi verið óánægja með skiptingar hans í leiknum.

Setien tók Luis Suarez af velli en hann skoraði bæði mörk Börsunga í leiknum. Þá var ungi miðjumaðurinn Riqui Puig einnig tekinn af velli en hann hafði átt ljómandi fínan leik.

Sagt er að Suarez hafi ekki farið leynt með óánægju sína eftir leik, hann hafi kennt þjálfaranum um að leikurinn vannst ekki. Börsungum hefur ekki vegnað vel á útivöllum.

„Ég myndi halda að þjálfararnir séu til staðar til að komast að því," sagði Suarez þegar hann var spurður að því af hverju Barca hefði gengið svona illa á útivöllum.

„Við gerum okkar besta á vellinum en á útivöllum erum við að missa af mikilvægum stigum. Þetta er ólíkt okkur frá fyrri tímabilum."

Sagt er að fleiri leikmenn hafi tekið undir með Suarez í klefanum eftir leik og látið óánægju með leikaðferð Setien skýrt í ljós.

Barcelona er tveimur stigum á eftir Real Madrid í titilbaráttunni en stöðuna má sjá hér að neðan.
Stöðutaflan Spánn La Liga - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Real Madrid 4 4 0 0 8 2 +6 12
2 Barcelona 4 3 1 0 13 3 +10 10
3 Espanyol 4 3 1 0 8 5 +3 10
4 Athletic 4 3 0 1 6 4 +2 9
5 Getafe 4 3 0 1 6 4 +2 9
6 Villarreal 4 2 1 1 8 3 +5 7
7 Alaves 4 2 1 1 4 3 +1 7
8 Elche 4 1 3 0 6 4 +2 6
9 Betis 5 1 3 1 6 6 0 6
10 Osasuna 4 2 0 2 3 2 +1 6
11 Atletico Madrid 4 1 2 1 5 4 +1 5
12 Celta 5 0 4 1 4 6 -2 4
13 Sevilla 4 1 1 2 7 7 0 4
14 Vallecano 4 1 1 2 4 5 -1 4
15 Valencia 4 1 1 2 4 8 -4 4
16 Oviedo 4 1 0 3 1 7 -6 3
17 Real Sociedad 4 0 2 2 4 6 -2 2
18 Levante 4 0 1 3 5 9 -4 1
19 Mallorca 4 0 1 3 4 9 -5 1
20 Girona 4 0 1 3 2 11 -9 1
Athugasemdir
banner