Hver tekur við af Klopp? - Dani Olmo orðaður við Man Utd - Greenwood í skiptum fyrir Gleison Bremer
   lau 29. ágúst 2020 09:31
Magnús Már Einarsson
Áhorfendur leyfðir á leikjum á Íslandi á ný!
Mynd: Fótbolti.net - J.L.
Áhorfendur hafa verið leyfðir á íþróttaviðburðum á Íslandi á nýjan leik. Engir áhorfendur hafa verið á fótboltaleikjum síðastliðinn mánuðinn.

Fram kemur á KSÍ að heimildin hefur þegar í stað tekið gildi og því verða áhorfendur leyfðir á leikjum frá og með deginum í dag með skilyrðum.

Skilyrðin eru að 2 metra reglan gildi milli einstaklinga sem ekki eru í nánum tengslum og að ekki séu nema 100 manns að hámarki í stúku/stæði.

„Heimildin hefur þegar tekið gildi, í samræmi við auglýsingu heilbrigðisyfirvalda og tilkynningu ÍSÍ. Unnið er að viðeigandi uppfærslu á reglum KSÍ um sóttvarnir og verða þær birtar og sendar aðildarfélögum," segir á heimasíðu KSÍ.

„Sem fyrr eiga ákvæði um fjölda- og nálægðartakmarkanir eingöngu við um fullorðna, þ.e.a.s. þau eiga ekki við um börn fædd árið 2005 og síðar."

„Eins og fram kemur í auglýsingu ráðherra er rík áhersla lögð á einstaklingsbundnar sóttvarnir og almennar smitvarnir með tíðum og reglubundnum þrifum þar sem fólk kemur saman."


Lesa nánar á vef KSÍ
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner