Samkvæmt heimildum Fótbolta.net hefur KSÍ verið með leik úr 2. deild karla í sumar til skoðunar vegna óvenjulegra veðmála á hann. Umræddur leikur er 1 -4 sigur Selfoss á Reyni Sandgerði í 2. deild karla 16. ágúst síðastliðinn.
Jörundur Áki Sveinsson starfandi framkvæmdastjóri KSÍ vildi ekki tjá sig um einstök mál þegar hann var spurður út í málið í samtali við Fótbolta.net í dag.
Andri Þór Ólafsson formaður knattspyrnudeildar Reynis vissi ekki að leikurinn væri í skoðun vegna óvenjulegra veðmála þegar Fótbolti.net spurði hann út í málið og sagðist ætla að kynna sér málið frekar.
Reynir S. 1 - 4 Selfoss
0-1 Maoudo Diallo Ba ('56 , Sjálfsmark)
0-2 Aron Lucas Vokes ('57 )
0-3 Maoudo Diallo Ba ('70 , Sjálfsmark)
0-4 Gonzalo Zamorano Leon ('79 )
1-4 Óðinn Jóhannsson ('90 )
Rautt spjald: Benedikt Jónsson , Reynir S. ('90)
Athugasemdir