Bayern finnst óraunhæft að geta fengið Varane - Werner tilbúinn að hafna United - Sesko til Arsenal? - Klopp hrifinn af Malen - Van de Beek á förum
banner
   fös 29. september 2023 07:30
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Daníel Tristan frá út tímabilið
watermark
Mynd: Malmö
Hinn 17 ára gamli Daníel Tristan Guðjohnsen gekk til liðs við Malmö fyrir rúmu ári síðan en hann hafði áður verið á mála hjá unglingaliðum Barcelona og Real Madrid.

Daníel er sonur Eiðs Smára Guðjohnsen og Ragnheiðar Sveinsdóttur.

Hann var fenginn til liðs við Malmö til að spila fyrst um sinn með unglingaliði félagsins en hann lék sinn fyrsta leik með aðalliðinu í ágúst síðastliðnum.

Hann meiddist hins vegar verið að kljást við meiðsli undanfarið og hefur verið staðfest að hann verði ekki meira með á tímabilinu. Samningur hans við félagið gildir til ársins 2025.

Malmö er á toppi sænsku deildarinnar þegar sex umferðir eru eftir, stigi á undan Elfsborg.


Athugasemdir
banner
banner
banner