Haraldur Árni Hróðmarsson er hættur í starfi sínu sem aðstoðarþjálfari ÍA á Akranesi eftir frábæra níu mánuði með félaginu.
Dean Martin tekur við starfi hans sem aðstoðarþjálfari eftir að hann sagði upp starfi sínu sem aðalþjálfari Selfoss eftir mikið vonbrigðatímabil þar sem liðið féll óvænt niður í 2. deild.
Haraldur Árni, þekktur sem Halli, er 36 ára gamall. Hann var iðinn við markaskorun á sínum yngri árum en meiðsli gerðu út af við ferilinn. Það verður áhugavert að fylgjast með hvaða starfi hann endar í fyrir næstu leiktíð.
„Halli vann frábært starf hjá ÍA og kom með ferskan andblæ inn í hópinn í sumar. Halli er frábær karakter, hæfileikaríkur þjálfari og mun án efa eiga farsælan feril í þjálfun í framtíðinni," segir meðal annars í tilkynningu frá ÍA sem má sjá hér fyrir neðan.
Haraldur Árni Hróðmarsson hefur látið af starfi sem aðstoðarþjálfari meistaraflokks karla.
— ÍA Akranes FC (@Skagamenn) September 29, 2023
Halli vann frábært starf hjá ÍA og kom með ferskan andblæ inn í hópinn í sumar.
Halli er frábær karakter, hæfileikaríkur þjálfari og mun án efa eiga farsælan feril í þjálfun í framtíðinni… pic.twitter.com/4DzL2Ih3Dc