Á morgun mætast Afturelding og Vestri í hreinum úrslitaleik um að komast upp í Bestu deildina. Leikurinn fer fram á Laugardalsvelli.
Það er nýtt fyrirkomulag í ár þar sem eitt lið fer beint upp í gegnum deildina og eitt lið fer beint upp í gegnum umspil.
Það er nýtt fyrirkomulag í ár þar sem eitt lið fer beint upp í gegnum deildina og eitt lið fer beint upp í gegnum umspil.
Við spáum því að það verði samtals ein breyting frá síðustu leikjum liðanna. Afturelding vann 3-0 sigur á Leikni og þar sluppu menn við leikbann. Því er búist við því að Magnús Már Einarsson muni stilla upp sama byrjunarliði og þar.
Davíð Smári Lamude, þjálfari Vestra, neyðist hins vegar til þess að gera eina breytingu. Ibrahima Balde fékk rauða spjaldið gegn Fjölni í undanúrslitunum og við spáum því að Fatai Gbadamosi muni koma inn á miðsvæðið í hans stað.
Leikurinn hefst klukkan 16:00 á morgun og verður Fótbolti.net auðvitað með góða umfjöllun í kringum þennan áhugaverða leik.
Athugasemdir