Man Utd á eftir Bellingham - West Ham og Sevilla vilja Zirkzee - Gordon til Liverpool?
Pablo Punyed um framtíðina: Það kemur í ljós
Matti Villa: Geggjaður endir á frábæru tímabili og mínum ferli
Sölvi um Pablo og Matta Villa: Þetta eru algjörir sigurvegarar
Túfa um Val: Miðað við allt sem ég er búinn að gera á ég þetta ekki skilið
Aron Sig stendur við ummæli sín: Sjá allir að við erum að fara taka yfir
Elmar Atli sár og svekktur: Að taka þessa ákvörðun í þessari stöðu er óskiljanlegt
Var afskaplega drjúgur fyrir KR í úrslitaleikjunum
Luke Rae um hasarinn: Það var ekkert alvarlegt
Eiði Aroni fannst liðið gefast upp - „Ekki sjón að sjá okkur eftir bikartitilinn"
Tilfinningarnar báru Hrannar ofurliði
Óskar Hrafn: Skrifað í skýin að við fengjum þetta verkefni til að leysa
Björn Daníel leggur skóna á hilluna: Blóðið orðið svart og hvítt
Rúnar: Það mun vera í sögubókunum
Maggi: Opinn fyrir því að halda áfram
Lárus Orri: Ég vissi að það væri verið að gera góða hluti hérna á Akranesi
Heimir kveður FH: Frábært að enda þetta með honum
Jón Þór: Alltof stór atvik í íslenskum fótbolta sem dómarastéttin er að klúðra
Ósáttur með hvernig ÍBV kláraði mótið - „Ákveðin vanvirðing“
Haddi: Okkur þyrstir að vera þar
Láki: Ákveðið að flýta þessum leik svo Haddi og KA-menn geti fengið sér snemma í kvöld
   sun 29. september 2024 17:44
Brynjar Óli Ágústsson
Benoný Breki með fernu: Alltaf gaman að fá að taka fótboltann heim
Benoný Breki Andrésson fagnar marki í dag.
Benoný Breki Andrésson fagnar marki í dag.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

„Mjög góð tilfinning. Geggjað að hafa 7-1 sigur og mér fannst við vera mjög on í dag'' segir Benoný Breki Andrésson, leikmaður KR, eftir 7-1 sigur gegn Fram í 2. umferð neðri hluta Bestu deild.


Lestu um leikinn: KR 7 -  1 Fram

„Mér fannst við yfirspila á öllum köflum á vellinum og síðan finn ég mér svæði í boxinu. Bara geggjað að fá boltann þarna inn og klára þetta.''

Benóný átti alvöru leik í dag og skoraði fjögur mörk, þar sem þrjú af þeim komu í fyrri hálfleik. Hann hélt á boltanum í viðtalinu.

„Alltaf gaman að fá að skora sem striker og fá að taka fótboltan heim. Bara besta tilfinning sem striker getur fengið.''

KR er enn í fallbaráttu í Bestu deildinni, en þessi sigur gegn Fram hjálpar þeirri baráttu gríðarlega fyrir KR.

„Við þurfum bara mjög mikið á þessu að halda og síðan fundum við okkur í dag bara almennilega. Við þurfum bara að halda svona áfram,''

Benóný hefur átt frábært tímabil hjá KR í ár og má búast við að sjá hann fara út í atvinnumennsku annahvort eftir tímabilið eða stuttu eftir það.

„Ég ætla bara að klára tímabilið og hjálpa með að vinna restina af leikjunum. Síðan kemur það bara í ljós í janúar eða eitthvað ég er ekkert að pæla í því núna.'' segir Benoný í lokin.

Hægt er að horfa á viðtalið í heild sinni fyrir ofan.


Athugasemdir
banner