Fimm stór félög að eltast við Semenyo - Man Utd í viðræðum um nítján ára miðjumann - Arsenal hefur áhuga á leikmanni AC Milan
Sá fyrir sér að ljúka ferlinum með Blikum: Því miður vildi klúbburinn leita eitthvað annað
Kiddi Jóns framlengir - Var í viðræðum við annað félag
Jóladagatalið: Elínborg gaf viðtal í sturtu eftir leik
Fer yfir næstu skref á Laugardalsvelli - „Setjum mikla pressu á þetta“
Jóladagatalið: Hugleysingjar dauðans
Jóladagatalið: Eiður Smári gekk út úr viðtali
Óþægileg óvissa en gerðist svo hratt - „Þarf að byrja á að virða þetta skref"
Jóladagatalið: Dansaði að hætti Boris Lumbana
Jóladagatalið: Fituprósenta og Framsókn
Jóladagatalið: Vidic er fokking leiðinlegur
Viktor Örn: Sjóaðir í að standa upp við mótlæti
Andri Rafn: Ákveðinn léttir og mikil gleði að ná fyrsta sigrinum
Jóladagatalið: Baldur Sig og lága kvöldsólin
Höskuldur: Við Íslendingar ættum að fara kannast við þetta lið
Aron Snær: Svo hringir bara Kári Árna
Ólafur Ingi: Þá held ég að sigurinn skili sér
Jóladagatalið: Vona að þeir hafi verið á baki en ekki með hann í lúkunum
Jóladagatalið: Hvernig er að ganga í Feneyjum?
Jóladagatalið: Misskildi spurningu fréttamanns - „Setti hársprey og svona“
Jóladagatalið: Hægðir og lægðir
   sun 29. september 2024 17:44
Brynjar Óli Ágústsson
Benoný Breki með fernu: Alltaf gaman að fá að taka fótboltann heim
Benoný Breki Andrésson fagnar marki í dag.
Benoný Breki Andrésson fagnar marki í dag.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

„Mjög góð tilfinning. Geggjað að hafa 7-1 sigur og mér fannst við vera mjög on í dag'' segir Benoný Breki Andrésson, leikmaður KR, eftir 7-1 sigur gegn Fram í 2. umferð neðri hluta Bestu deild.


Lestu um leikinn: KR 7 -  1 Fram

„Mér fannst við yfirspila á öllum köflum á vellinum og síðan finn ég mér svæði í boxinu. Bara geggjað að fá boltann þarna inn og klára þetta.''

Benóný átti alvöru leik í dag og skoraði fjögur mörk, þar sem þrjú af þeim komu í fyrri hálfleik. Hann hélt á boltanum í viðtalinu.

„Alltaf gaman að fá að skora sem striker og fá að taka fótboltan heim. Bara besta tilfinning sem striker getur fengið.''

KR er enn í fallbaráttu í Bestu deildinni, en þessi sigur gegn Fram hjálpar þeirri baráttu gríðarlega fyrir KR.

„Við þurfum bara mjög mikið á þessu að halda og síðan fundum við okkur í dag bara almennilega. Við þurfum bara að halda svona áfram,''

Benóný hefur átt frábært tímabil hjá KR í ár og má búast við að sjá hann fara út í atvinnumennsku annahvort eftir tímabilið eða stuttu eftir það.

„Ég ætla bara að klára tímabilið og hjálpa með að vinna restina af leikjunum. Síðan kemur það bara í ljós í janúar eða eitthvað ég er ekkert að pæla í því núna.'' segir Benoný í lokin.

Hægt er að horfa á viðtalið í heild sinni fyrir ofan.


Athugasemdir
banner
banner