Sædís Rún Heiðarsdóttir og stöllur í Vålerenga eru komnar áfram í úrslit norska bikarsins eftir að hafa unnið Brann, 3-1, í undanúrslitum í dag.
Bakvörðurinn hefur átt gott fyrsta tímabil með Vålerenga en hún kom til félagsins frá Stjörnunni í byrjun árs.
Hún byrjaði í undanúrslitaleiknum gegn Brann í dag í vængbakverði og stóð sig vel.
Norska landsliðskonan Karina Sævik skoraði og lagði upp fyrir Vålerenga sem mætir Rosenborg í úrslitum 24. nóvember næstkomandi.
Selma Sól Magnúsdóttir er á mála hjá Rosenborg. Liðin mættust einnig í úrslitum á síðasta ári en þá hafði Rosenborg betur, 1-0.
Athugasemdir