banner
   fim 29. október 2020 14:59
Elvar Geir Magnússon
Búið að fresta leikjunum sem áttu að vera á laugardag
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Í ljósi ástandsins er búið að fresta leikjunum sem áttu að vera á laugardaginn.

Um er að ræða leik Keflavíkur og Grindavíkur í Lengjudeild karla og leikur Hamars og Grindavíkur í 2. deild kvenna.

Í ljósi hertra aðgerða er Íslandsmótið í uppnámi og ólíklegt talið að hægt verði að klára mótið.

„Við í stjórninni munum funda á eftir um stöðu mála. Það verður engin endanleg ákvörðun tekin um mótahaldið fyrr en reglur stjórnvalda liggja skýrt fyrir en málið verður rætt," sagði Guðni Bergsson, formaður KSÍ, í samtali við Fótbolta.net í dag

Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknirhefur boðað hertar aðgerðir sem standa muni í tvær til þrjár vikur.



Athugasemdir
banner
banner
banner