Mateta og Abraham á lista Villa - Tveir leikmenn orðaðir við Man Utd - Tottenham vill fá Curtis Jones
Fékk Skagaelítuna á bakið - „Eflaust brotið einhver hjörtu hefði ég ekki komið“
Tekur við eftir að leikmenn neituðu að spila fyrir félagið
Lítur fyrst og fremst á sig sem Norðmann - „Mig langar bara að vinna"
Siggi Lár: Ætla ekki ræða einhver ákvæði í samningnum núna
Valdi Keflavík fram yfir ÍBV - „Þykir rosalega vænt um fólk í Eyjum“
Gummi Magg: Sá fyrir mér öðruvísi endi með uppeldisfélaginu
Fótbolta nördinn - Fótbolti.net vs Fylkir
„Myndi ekki vilja fara aftur upp á geðheilsuna“
17 ára á toppnum í Danmörku - „Finnst ég vera á sama getustigi ef ekki betri“
Ísak Andri tók fund með meisturunum - „Skoða alla möguleika núna í janúar“
Fótbolta nördinn - Draumaliðið vs KR
Kristall Máni: Hef alltaf vitað að fótboltahæfileikarnir hverfa ekki
Jóladagatalið: Stólar fullir af hálfvitum
Jóladagatalið: „Vonandi hefur Gummi Ben eitthvað lært af þessu“
Kominn í grænt eftir eitt tímabil í Svíþjóð - „Eftir það tók ég ákvörðun um að fara annað“
Ætlaði ekki að koma heim - „Þegar ég talaði við Óskar lá þetta fyrir“
Jóladagatalið: Kristján Óli eftir að hafa skorað ljótasta markið á ferlinum
Jóladagatalið: Auðunn Blöndal og Gaui Þórðar í geitungavandræðum
Ísak bendir á augljóst vandamál: Erum ekki nógu góðir þar
Jóladagatalið: Allir á þjóðhátið, það er skylda hjá mér!
   lau 29. október 2022 16:09
Stefán Marteinn Ólafsson
Adam Ægir: Geta ekki gert grín í klefanum núna
Adam Ægir Pálsson leikmaður Keflavíkur
Adam Ægir Pálsson leikmaður Keflavíkur
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Keflvíkingar tóku á móti Fram þegar lokaumferð Bestu deildar karla fór fram í dag á HS Orku vellinum í Keflavík.

Keflvíkingar voru fyrir leikinn í kjörstöðu til að enda í efsta sæti neðri helmingsins en þeir voru með töluvert betri markatölu en lið Fram sem þeir mættu í dag.


Lestu um leikinn: Keflavík 4 -  0 Fram

„Já þetta var tæpt. Ég gaf á Patrik líka í fyrri hálfleik sem að klúðraði deddara en hann borgaði tilbaka í seinni hálfleik með að skora úr sama færi." Sagði Adam Ægir Pálsson leikmaður Keflavíkur eftir leikinn í dag en hann lagði upp 2 mörk og lyfti sér uppfyrir Tiago í baráttunni um Gullboltann sem er veittur fyrir flestar stoðsendingar í deildinni.

„Ég hef gert það í allt sumar að setja markmið fyrir hvern leik að leggja upp og skora þannig þetta er ekkert neitt nýtt fyrir mér og ég er búin að vera mjög heitur í seinustu leikjum og ég held ég sé komin með 10 stoðsendingar og 4 mörk núna í síðustu 7 leikjum þannig að það er mikið momentum með mér og svo hjálpar líka að eiga góða liðsfélaga."

Adam Ægir Pálsson hefur oft verið gagnrýndur fyrir það að þykja mjög eigingjarn leikmaður en endar tímabilið með 14 stoðsendingar sem er met í efstu deild.

„Ég er nú alveg eigingjarn líka stundum og það er alveg grín í klefanum hversu mikið ég skýt á markið og svona en þeir geta nú ekki kvartað miðað við hvað ég er búin að leggja upp mikið á þá í sumar." 

Nánar er rætt við Adam Ægi Pálsson í spilaranum hér fyrir ofan.


Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner