Sancho á leið til Ítalíu - Bayern í viðræðum við Chelsea - Arsenal og Man Utd á eftir leikmanni PSG
Bragi Karl setti tvö í 5-4 sigri: Ljúft að sækja þrjú stig í Kópavoginn
Kjartan Henry: FH var ekki að fara að tapa fyrir Breiðabliki tvo daga í röð
Dóri Árna: Skora fjögur mörk á heimavelli á alltaf að vera nóg
Lárus Orri: Ómar er kýldur í magann
Sölvi: Fæ aftur þá tilfinningu að lífið sé gott
Ingvar tjáir sig um bekkjarsetuna: Tímasetningin hrikalega súr
Maggi: Það hafa mörg lið brotnað við það en við gerum það ekki
Grímsi: Við ætlum okkur í efri hlutann
Haddi: Eigum við ekki bara að hafa jákvæða hattinn á
Jói B: Getum lítið gert í því að missa leikmenn út í háskóla
Túfa: Getum talað um það í allan dag hvað fór úrskeiðis
Bjarki Björn hjálpaði þjálfarateymi ÍBV - „Hann er með fótboltaheila"
Siggi hæstánægður: Hundleiðinlegur fótboltaleikur
Andri Rúnar: Ég hefði ekki nennt öllum símtölunum frá Samma
Jökull: Ég er alveg rólegur með alla umræðu um fyrir hvað við stöndum
Davíð Smári: Sálfræði leikþáttur á hliðarlínunni hjá þjálfara annars liðsins
Halli Hróðmars: Það var farið í allar klisjurnar
Gunnar Heiðar: Missum aðeins fókus í þessum varnarhlutverkum okkar í þeim mómentum
Venni: Ef það er innan seilingar og í augnsýn þá er bjánalegt að stefna ekki á það
Hemmi: Þetta var eins og skotæfing í 90 mínútur
   lau 29. október 2022 16:09
Stefán Marteinn Ólafsson
Adam Ægir: Geta ekki gert grín í klefanum núna
Adam Ægir Pálsson leikmaður Keflavíkur
Adam Ægir Pálsson leikmaður Keflavíkur
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Keflvíkingar tóku á móti Fram þegar lokaumferð Bestu deildar karla fór fram í dag á HS Orku vellinum í Keflavík.

Keflvíkingar voru fyrir leikinn í kjörstöðu til að enda í efsta sæti neðri helmingsins en þeir voru með töluvert betri markatölu en lið Fram sem þeir mættu í dag.


Lestu um leikinn: Keflavík 4 -  0 Fram

„Já þetta var tæpt. Ég gaf á Patrik líka í fyrri hálfleik sem að klúðraði deddara en hann borgaði tilbaka í seinni hálfleik með að skora úr sama færi." Sagði Adam Ægir Pálsson leikmaður Keflavíkur eftir leikinn í dag en hann lagði upp 2 mörk og lyfti sér uppfyrir Tiago í baráttunni um Gullboltann sem er veittur fyrir flestar stoðsendingar í deildinni.

„Ég hef gert það í allt sumar að setja markmið fyrir hvern leik að leggja upp og skora þannig þetta er ekkert neitt nýtt fyrir mér og ég er búin að vera mjög heitur í seinustu leikjum og ég held ég sé komin með 10 stoðsendingar og 4 mörk núna í síðustu 7 leikjum þannig að það er mikið momentum með mér og svo hjálpar líka að eiga góða liðsfélaga."

Adam Ægir Pálsson hefur oft verið gagnrýndur fyrir það að þykja mjög eigingjarn leikmaður en endar tímabilið með 14 stoðsendingar sem er met í efstu deild.

„Ég er nú alveg eigingjarn líka stundum og það er alveg grín í klefanum hversu mikið ég skýt á markið og svona en þeir geta nú ekki kvartað miðað við hvað ég er búin að leggja upp mikið á þá í sumar." 

Nánar er rætt við Adam Ægi Pálsson í spilaranum hér fyrir ofan.


Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner