Sancho á leið til Ítalíu - Bayern í viðræðum við Chelsea - Arsenal og Man Utd á eftir leikmanni PSG
Bragi Karl setti tvö í 5-4 sigri: Ljúft að sækja þrjú stig í Kópavoginn
Kjartan Henry: FH var ekki að fara að tapa fyrir Breiðabliki tvo daga í röð
Dóri Árna: Skora fjögur mörk á heimavelli á alltaf að vera nóg
Lárus Orri: Ómar er kýldur í magann
Sölvi: Fæ aftur þá tilfinningu að lífið sé gott
Ingvar tjáir sig um bekkjarsetuna: Tímasetningin hrikalega súr
Maggi: Það hafa mörg lið brotnað við það en við gerum það ekki
Grímsi: Við ætlum okkur í efri hlutann
Haddi: Eigum við ekki bara að hafa jákvæða hattinn á
Jói B: Getum lítið gert í því að missa leikmenn út í háskóla
Túfa: Getum talað um það í allan dag hvað fór úrskeiðis
Bjarki Björn hjálpaði þjálfarateymi ÍBV - „Hann er með fótboltaheila"
Siggi hæstánægður: Hundleiðinlegur fótboltaleikur
Andri Rúnar: Ég hefði ekki nennt öllum símtölunum frá Samma
Jökull: Ég er alveg rólegur með alla umræðu um fyrir hvað við stöndum
Davíð Smári: Sálfræði leikþáttur á hliðarlínunni hjá þjálfara annars liðsins
Halli Hróðmars: Það var farið í allar klisjurnar
Gunnar Heiðar: Missum aðeins fókus í þessum varnarhlutverkum okkar í þeim mómentum
Venni: Ef það er innan seilingar og í augnsýn þá er bjánalegt að stefna ekki á það
Hemmi: Þetta var eins og skotæfing í 90 mínútur
   lau 29. október 2022 16:46
Sverrir Örn Einarsson
Aron Bjarki: Eiginlega bara spenntur að fara í fríið
Aron Bjarki Jósepsson
Aron Bjarki Jósepsson
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Þetta er bara sárt, sérstaklega að hugsa til þess að eftir leikinn í dag að við erum að falla á markatölu. Maður getur hugsað til allra stigana sem að duttu á lokasekúndunum sem við klikkuðum á og okkur fannst við eiga að taka.“ Sagði Aron Bjarki Jóepsson leikmaður ÍA um tilfinninguna að falla en fall ÍA var endanlega staðfest í dag þó að vonin um björgun hafi í raun eingöngu verið tölfræðileg.

Lestu um leikinn: FH 1 -  2 ÍA

Aron sem gekk til liðs við ÍA síðastliðin vetur frá liði KR og þrátt fyrir að fall sé niðurstaðan í ár ber Aron Akranesi og ÍA vel söguna.

„Þetta er náttúrulega geggjaður staður Akranes. Ég sjálfur er af landsbyggðinni og tengi svolítið við þessa stemmingu sem er á landsbyggðinni. Hún er öðruvísi en í vesturbænum, ekkert endilega betri eða verri og ég hef notið þess gríðarlega að fá að taka þátt í þessu.“

Hvað með framhaldið hjá Aroni? Sér hann fyrir sér að taka slaginn með ÍA í Lengjudeildinni að ári?

„Við höfum ekkert rætt þetta. Við erum bara búnir að vera að klára tímabilið og pæla í því. Þetta kemur bara allt í ljós og ég er eiginlega bara spenntur að fara í fríið og fara með krökkunum í sund og fylgja þeim í fótboltanum og geta eytt tíma með fjölskyldunni. Svo sjáum við bara til þegar við förum að ræða málin.“

Sagði Aron en allt viðtalið má sjá hér að ofan.
Athugasemdir
banner
banner