Mateta og Abraham á lista Villa - Tveir leikmenn orðaðir við Man Utd - Tottenham vill fá Curtis Jones
Fékk Skagaelítuna á bakið - „Eflaust brotið einhver hjörtu hefði ég ekki komið“
Tekur við eftir að leikmenn neituðu að spila fyrir félagið
Lítur fyrst og fremst á sig sem Norðmann - „Mig langar bara að vinna"
Siggi Lár: Ætla ekki ræða einhver ákvæði í samningnum núna
Valdi Keflavík fram yfir ÍBV - „Þykir rosalega vænt um fólk í Eyjum“
Gummi Magg: Sá fyrir mér öðruvísi endi með uppeldisfélaginu
Fótbolta nördinn - Fótbolti.net vs Fylkir
„Myndi ekki vilja fara aftur upp á geðheilsuna“
17 ára á toppnum í Danmörku - „Finnst ég vera á sama getustigi ef ekki betri“
Ísak Andri tók fund með meisturunum - „Skoða alla möguleika núna í janúar“
Fótbolta nördinn - Draumaliðið vs KR
Kristall Máni: Hef alltaf vitað að fótboltahæfileikarnir hverfa ekki
Jóladagatalið: Stólar fullir af hálfvitum
Jóladagatalið: „Vonandi hefur Gummi Ben eitthvað lært af þessu“
Kominn í grænt eftir eitt tímabil í Svíþjóð - „Eftir það tók ég ákvörðun um að fara annað“
Ætlaði ekki að koma heim - „Þegar ég talaði við Óskar lá þetta fyrir“
Jóladagatalið: Kristján Óli eftir að hafa skorað ljótasta markið á ferlinum
Jóladagatalið: Auðunn Blöndal og Gaui Þórðar í geitungavandræðum
Ísak bendir á augljóst vandamál: Erum ekki nógu góðir þar
Jóladagatalið: Allir á þjóðhátið, það er skylda hjá mér!
banner
   lau 29. október 2022 16:46
Sverrir Örn Einarsson
Aron Bjarki: Eiginlega bara spenntur að fara í fríið
Aron Bjarki Jósepsson
Aron Bjarki Jósepsson
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Þetta er bara sárt, sérstaklega að hugsa til þess að eftir leikinn í dag að við erum að falla á markatölu. Maður getur hugsað til allra stigana sem að duttu á lokasekúndunum sem við klikkuðum á og okkur fannst við eiga að taka.“ Sagði Aron Bjarki Jóepsson leikmaður ÍA um tilfinninguna að falla en fall ÍA var endanlega staðfest í dag þó að vonin um björgun hafi í raun eingöngu verið tölfræðileg.

Lestu um leikinn: FH 1 -  2 ÍA

Aron sem gekk til liðs við ÍA síðastliðin vetur frá liði KR og þrátt fyrir að fall sé niðurstaðan í ár ber Aron Akranesi og ÍA vel söguna.

„Þetta er náttúrulega geggjaður staður Akranes. Ég sjálfur er af landsbyggðinni og tengi svolítið við þessa stemmingu sem er á landsbyggðinni. Hún er öðruvísi en í vesturbænum, ekkert endilega betri eða verri og ég hef notið þess gríðarlega að fá að taka þátt í þessu.“

Hvað með framhaldið hjá Aroni? Sér hann fyrir sér að taka slaginn með ÍA í Lengjudeildinni að ári?

„Við höfum ekkert rætt þetta. Við erum bara búnir að vera að klára tímabilið og pæla í því. Þetta kemur bara allt í ljós og ég er eiginlega bara spenntur að fara í fríið og fara með krökkunum í sund og fylgja þeim í fótboltanum og geta eytt tíma með fjölskyldunni. Svo sjáum við bara til þegar við förum að ræða málin.“

Sagði Aron en allt viðtalið má sjá hér að ofan.
Athugasemdir
banner
banner