Sancho á leið til Ítalíu - Bayern í viðræðum við Chelsea - Arsenal og Man Utd á eftir leikmanni PSG
Bragi Karl setti tvö í 5-4 sigri: Ljúft að sækja þrjú stig í Kópavoginn
Kjartan Henry: FH var ekki að fara að tapa fyrir Breiðabliki tvo daga í röð
Dóri Árna: Skora fjögur mörk á heimavelli á alltaf að vera nóg
Lárus Orri: Ómar er kýldur í magann
Sölvi: Fæ aftur þá tilfinningu að lífið sé gott
Ingvar tjáir sig um bekkjarsetuna: Tímasetningin hrikalega súr
Maggi: Það hafa mörg lið brotnað við það en við gerum það ekki
Grímsi: Við ætlum okkur í efri hlutann
Haddi: Eigum við ekki bara að hafa jákvæða hattinn á
Jói B: Getum lítið gert í því að missa leikmenn út í háskóla
Túfa: Getum talað um það í allan dag hvað fór úrskeiðis
Bjarki Björn hjálpaði þjálfarateymi ÍBV - „Hann er með fótboltaheila"
Siggi hæstánægður: Hundleiðinlegur fótboltaleikur
Andri Rúnar: Ég hefði ekki nennt öllum símtölunum frá Samma
Jökull: Ég er alveg rólegur með alla umræðu um fyrir hvað við stöndum
Davíð Smári: Sálfræði leikþáttur á hliðarlínunni hjá þjálfara annars liðsins
Halli Hróðmars: Það var farið í allar klisjurnar
Gunnar Heiðar: Missum aðeins fókus í þessum varnarhlutverkum okkar í þeim mómentum
Venni: Ef það er innan seilingar og í augnsýn þá er bjánalegt að stefna ekki á það
Hemmi: Þetta var eins og skotæfing í 90 mínútur
   lau 29. október 2022 16:08
Stefán Marteinn Ólafsson
Gummi Magg: Mjög svekkjandi að hafa ekki náð gullskónum
Mynd: Fótbolti.net - Haukur Gunnarsson

Fram gerðu sér ferð suður með sjó í dag þegar lokaumferð Bestu deildar karla fór fram. Frammarar mættu þar Keflvíkingum á HS Orku vellinum í Keflavík. 

Keflvíkingar voru fyrir leikinn í kjörstöðu til að enda í efsta sæti neðri helmingsins en þeir voru með töluvert betri markatölu en lið Fram.


Lestu um leikinn: Keflavík 4 -  0 Fram

„Mér fannst við bara uppskera eftir því sem að leikurinn var. Við bara gátum voða lítið í seinni hálfleik." Sagði Guðmundur Magnússon leikmaður Fram eftir leikinn í dag.

Guðmundur Magnússon var mjög svekktur með hvernig leikurinn spilaðist fyrir Fram í dag.

„Já sérstaklega í ljósi þess að við töluðum um það inni í hálfleik að staðan væri 1-0 og við ætluðum að vinna seinni hálfleikinn og svo bara eins og svo oft áður þá gefum við mörk" 

„Annað markið, við missum boltann á miðjunni og þeir skora og ég man ekki hvort þriðja eða fjórða markið var líka þannig. Við vorum bara sjálfum okkur verstir í dag." 

Guðmundur Magnússon var í baráttunni um gullskóinn en honum vantaði mark í dag til þess að fara uppfyrir Nökkva Þeyr Þórisson í baráttunni en þeir enda tímabilið jafnir með 17 mörk en Nökkvi Þeyr fær skóinn á fleirri spiluðum mínútum.

„Já það var mjög svekkjandi sérstaklega þegar ég var mjög nálægt því í fyrri hálfleik en svona er bara boltinn og ég var alveg undirbúin undir það líka að ná ekki að skora þannig að ég mun taka nokkra daga í að vera svekktur en svona er bara boltinn og ég er mjög ánægður með tímabilið."

Nánar er rætt við Guðmund Magnússon í spilaranum hér fyrir ofan.


Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner