Mateta og Abraham á lista Villa - Tveir leikmenn orðaðir við Man Utd - Tottenham vill fá Curtis Jones
Fékk Skagaelítuna á bakið - „Eflaust brotið einhver hjörtu hefði ég ekki komið“
Tekur við eftir að leikmenn neituðu að spila fyrir félagið
Lítur fyrst og fremst á sig sem Norðmann - „Mig langar bara að vinna"
Siggi Lár: Ætla ekki ræða einhver ákvæði í samningnum núna
Valdi Keflavík fram yfir ÍBV - „Þykir rosalega vænt um fólk í Eyjum“
Gummi Magg: Sá fyrir mér öðruvísi endi með uppeldisfélaginu
Fótbolta nördinn - Fótbolti.net vs Fylkir
„Myndi ekki vilja fara aftur upp á geðheilsuna“
17 ára á toppnum í Danmörku - „Finnst ég vera á sama getustigi ef ekki betri“
Ísak Andri tók fund með meisturunum - „Skoða alla möguleika núna í janúar“
Fótbolta nördinn - Draumaliðið vs KR
Kristall Máni: Hef alltaf vitað að fótboltahæfileikarnir hverfa ekki
Jóladagatalið: Stólar fullir af hálfvitum
Jóladagatalið: „Vonandi hefur Gummi Ben eitthvað lært af þessu“
Kominn í grænt eftir eitt tímabil í Svíþjóð - „Eftir það tók ég ákvörðun um að fara annað“
Ætlaði ekki að koma heim - „Þegar ég talaði við Óskar lá þetta fyrir“
Jóladagatalið: Kristján Óli eftir að hafa skorað ljótasta markið á ferlinum
Jóladagatalið: Auðunn Blöndal og Gaui Þórðar í geitungavandræðum
Ísak bendir á augljóst vandamál: Erum ekki nógu góðir þar
Jóladagatalið: Allir á þjóðhátið, það er skylda hjá mér!
banner
   lau 29. október 2022 16:08
Stefán Marteinn Ólafsson
Gummi Magg: Mjög svekkjandi að hafa ekki náð gullskónum
Mynd: Fótbolti.net - Haukur Gunnarsson

Fram gerðu sér ferð suður með sjó í dag þegar lokaumferð Bestu deildar karla fór fram. Frammarar mættu þar Keflvíkingum á HS Orku vellinum í Keflavík. 

Keflvíkingar voru fyrir leikinn í kjörstöðu til að enda í efsta sæti neðri helmingsins en þeir voru með töluvert betri markatölu en lið Fram.


Lestu um leikinn: Keflavík 4 -  0 Fram

„Mér fannst við bara uppskera eftir því sem að leikurinn var. Við bara gátum voða lítið í seinni hálfleik." Sagði Guðmundur Magnússon leikmaður Fram eftir leikinn í dag.

Guðmundur Magnússon var mjög svekktur með hvernig leikurinn spilaðist fyrir Fram í dag.

„Já sérstaklega í ljósi þess að við töluðum um það inni í hálfleik að staðan væri 1-0 og við ætluðum að vinna seinni hálfleikinn og svo bara eins og svo oft áður þá gefum við mörk" 

„Annað markið, við missum boltann á miðjunni og þeir skora og ég man ekki hvort þriðja eða fjórða markið var líka þannig. Við vorum bara sjálfum okkur verstir í dag." 

Guðmundur Magnússon var í baráttunni um gullskóinn en honum vantaði mark í dag til þess að fara uppfyrir Nökkva Þeyr Þórisson í baráttunni en þeir enda tímabilið jafnir með 17 mörk en Nökkvi Þeyr fær skóinn á fleirri spiluðum mínútum.

„Já það var mjög svekkjandi sérstaklega þegar ég var mjög nálægt því í fyrri hálfleik en svona er bara boltinn og ég var alveg undirbúin undir það líka að ná ekki að skora þannig að ég mun taka nokkra daga í að vera svekktur en svona er bara boltinn og ég er mjög ánægður með tímabilið."

Nánar er rætt við Guðmund Magnússon í spilaranum hér fyrir ofan.


Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir