Verðmiðinn á Rashford - Mikið tap hjá Ratcliffe - Newcastle vill Gittens
Arnór Borg um VÆB fagn Vestra: Daði var að cooka inn í klefa, Róa eitthvað
Dóri Árna: Ef maður misstígur sig einu sinni þá ertu búinn
Davíð Smári eftir magnaðan sigur: Þetta er fótboltaleikur, það eru tilfinningar
Haddi: Gerum glórulaus mistök
Rúnar Kristins: Baráttuandinn og viljinn til staðar
Sjáðu síðasta víti Stjörnunnar og stemninguna hjá Kára í Akraneshöllinni
Hektor Bergmann: Þetta er besta tilfinning í heimi
Jökull eftir sigur í vító: „Eigum sittera fyrir framan markið“
Alexander Aron: Hægt að fara með þennan leik upp í KSÍ og kenna hvernig á að spila fótbolta
Maggi: Fer ekkert ofan af því að það væri fínt að fá VAR til Íslands
Elmar Kári: Draumur að fá þann heiður að taka þátt í þessu verkefni
Pressa á Jóni Þór? - „Það er alveg klárt mál"
Venni sló á létta strengi: Evrópudraumurinn er farinn
Túfa: Að mínu mati eitt af þremur bestu liðunum í Lengjudeildinni
Oliver: Þrennan hefði mátt detta
„Það eru bara hærri hlaupatölur þegar við spilum við KR en önnur lið"
Óskar Hrafn: Í dag duttum við af hjólinu
„Veit ekki hvort að menn hafi haldið að þetta kæmi að sjálfu sér"
Brynjar Kristmunds: Þurftum að bera ákveðna virðingu fyrir því
Bjarni Jó: Heppnaðist illa og ég tek það á mig
   lau 29. október 2022 16:48
Baldvin Ólafsson
Haddi: Ánægður með KA
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Hallgrímur Jónasson er ánægður með úrslit dagsins og tímabilið í heild sinni. Hann segir þá hafa verið tilbúna að ná svona langt á tímabilinu.

Lestu um leikinn: KA 2 -  0 Valur


Þegar spurður hvort KA menn séu sáttir með úrslit dagsins og Evrópubolta á næsta tímabili segir Hallgrímur „Já við erum gríðarlega ánægðir með að hafa haldið dampi út tímabilið og við náðum þessu öðru sæti sem við settum okkur sem markmið núna hérna fyrir úrslitakeppnina. Vinnum í dag, kannski vorum ekkert frábærir til að byrja með og Valur voru svona í við meira með boltann en leikurinn breytist við dauðafærið sem við fáum og klúðrum og þeir frá rautt spjald og við skorum úr vítinu og eftir það klárum við leikinn mjög professional þannig að ég er gríðarlega ánægður.

Hallgrímur segir "Við vissum fyrir tímabilið að við værum með sterk lið og þar sem við erum búnir að vinna í tvö ár með sömu prinsipp og atriði að þá töldum við okkur vera sterkari í ár en í fyrra og það reyndist vera rétt. Að ná öðru sætinu er gríðarlega góður árangur, það er mikið búið að ganga á hérna á KA svæðinu, við fengum nýtt gras, það er búið að vera full af sjálfboðaliðum að byggja og aðstoða og það er búið að vera mikill uppgangur í félaginu. Við missum okkar markahæsta leikmann fyrir úrslitakeppnina og samt áfram að ná úrslitum. Við missum tvö leikmenn út tímabilið eftir það en höldum samt áfram að gera vel þannig að ég er gríðarlega ánægður og stoltur af hópnum og gríðarlega ánægður með alla sem standa að KA“

Viðtalið má sjá í heild sinni í spilaranum hér að ofan.
Athugasemdir