Sancho á leið til Ítalíu - Bayern í viðræðum við Chelsea - Arsenal og Man Utd á eftir leikmanni PSG
Bragi Karl setti tvö í 5-4 sigri: Ljúft að sækja þrjú stig í Kópavoginn
Kjartan Henry: FH var ekki að fara að tapa fyrir Breiðabliki tvo daga í röð
Dóri Árna: Skora fjögur mörk á heimavelli á alltaf að vera nóg
Lárus Orri: Ómar er kýldur í magann
Sölvi: Fæ aftur þá tilfinningu að lífið sé gott
Ingvar tjáir sig um bekkjarsetuna: Tímasetningin hrikalega súr
Maggi: Það hafa mörg lið brotnað við það en við gerum það ekki
Grímsi: Við ætlum okkur í efri hlutann
Haddi: Eigum við ekki bara að hafa jákvæða hattinn á
Jói B: Getum lítið gert í því að missa leikmenn út í háskóla
Túfa: Getum talað um það í allan dag hvað fór úrskeiðis
Bjarki Björn hjálpaði þjálfarateymi ÍBV - „Hann er með fótboltaheila"
Siggi hæstánægður: Hundleiðinlegur fótboltaleikur
Andri Rúnar: Ég hefði ekki nennt öllum símtölunum frá Samma
Jökull: Ég er alveg rólegur með alla umræðu um fyrir hvað við stöndum
Davíð Smári: Sálfræði leikþáttur á hliðarlínunni hjá þjálfara annars liðsins
Halli Hróðmars: Það var farið í allar klisjurnar
Gunnar Heiðar: Missum aðeins fókus í þessum varnarhlutverkum okkar í þeim mómentum
Venni: Ef það er innan seilingar og í augnsýn þá er bjánalegt að stefna ekki á það
Hemmi: Þetta var eins og skotæfing í 90 mínútur
   lau 29. október 2022 17:26
Sverrir Örn Einarsson
Jón Þór: Nú er bara að bretta upp ermar og hefjast handa
Jón Þór Hauksson
Jón Þór Hauksson
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Fyrst þá er ég ánægður með lokakaflann í þessu móti hjá okkur. Við vinnum tvo leiki í röð og endum mótið þannig. Það var það eina sem ég gat beðið um leikmenn og liðið að enda þetta af krafti þannig að ég er gríðarlega ánægður með það.“ Sagði Jón Þór Hauksson þjálfari ÍA sem kvaddi Bestu deildina í dag með 2-1 sigri gegn FH í Kaplakrika.

Lestu um leikinn: FH 1 -  2 ÍA

ÍA leikur að ári í Lengjudeildinni en Jón Þór talaði um á dögunum að félagði þyrfti að læra af reynslunni en liðið hefur tekið nokkuð reglubundnar sveiflur á milli deilda síðastliðin ár. Margir uppaldir Skagamenn eru nú orðaðir við heimkomu en er það partur af upprisu ÍA?

„Fyrsta skrefið er að efla umgjörðina og liðsheildina og þétta raðirnar. Það er fyrst og fremst það sem við þurfum að gera. Það er svo ekkert leyndarmál að við viljum byggja liðið upp á heimamönnum. Það er ákveðinn grunnur og það er það sem maður er alinn upp við og ef við getum náð í leikmenn til baka þá auðvitað skoðum við það mjög alvarlega. En það er mikil vinna framundan og nú er bara að bretta upp ermar og hefjast handa.“

Um það hvort tímabilið hafi verið lærdómsríkt fyrir hann sagði Jón Þór.

„Já heldur betur. Það hefur gengið á ýmsu og þetta er búið að vera langt tímabil. Það er auðvitað oft þannig eða oftast að þegar að lið fellur að við höfum ekki náð varnarleiknum eins stöðugum og við hefðum viljað. Mikið af lykilmönnum verið frá og lengi frá nánst allt mótið.“

Sagði Jón Þór en allt viðtalið má sjá hér að ofan.
Athugasemdir
banner