Mörg stór félög hafa áhuga á Mainoo - Toney og Rodrygo á óskalista Tottenham - Martínez ekki lengur varafyrirliði Villa
Davíð Smári: Markmiðið var að vera í efstu deild
Arnar: Þarf lítið til svo allt fari til fjandans
„Stórt að einn besti hafsent deildarinnar velji að spila fyrir okkur"
Auðveld ákvörðun að velja Grindavík/Njarðvík - „Væri til í að byrja á morgun"
Hlín Eiríks: Kíktum í balletkennslu í gær í staðinn fyrir æfingu
Steini: Hún er bara orðin gömul og þreytt
Thelma Karen: Gærdagurinn eitt mesta bull sem ég hef lent í á ævinni
Emilía Kiær: Geggjaður bónus að geta fengið sitt fyrsta landsliðsmark
Birnir Snær: Það er alvöru framleiðsla í Garðabænum
Sjáðu það helsta úr ítalska: Napoli fór á toppinn og Albert skoraði
Sjáðu það helsta úr spænska: Real Madrid vann El Clasico
Ragnar Bragi: Sýnir að klúbbnum sé alvara
Heimir setur titlasöfnun til hliðar: Núna er að búa til eitthvað
Jökull: Endar ekki í efstu þremur nema hafa unnið fyrir því
Örvar tvöfaldaði markafjölda sinn: Ég var óheppinn þá
Höskuldur: Hefur verið geðshræringavika
Ólafur Ingi: Eins og þú sérð þá er þetta frábært lið
Pablo Punyed um framtíðina: Það kemur í ljós
Matti Villa: Geggjaður endir á frábæru tímabili og mínum ferli
Sölvi um Pablo og Matta Villa: Þetta eru algjörir sigurvegarar
   lau 29. október 2022 17:26
Sverrir Örn Einarsson
Jón Þór: Nú er bara að bretta upp ermar og hefjast handa
Jón Þór Hauksson
Jón Þór Hauksson
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Fyrst þá er ég ánægður með lokakaflann í þessu móti hjá okkur. Við vinnum tvo leiki í röð og endum mótið þannig. Það var það eina sem ég gat beðið um leikmenn og liðið að enda þetta af krafti þannig að ég er gríðarlega ánægður með það.“ Sagði Jón Þór Hauksson þjálfari ÍA sem kvaddi Bestu deildina í dag með 2-1 sigri gegn FH í Kaplakrika.

Lestu um leikinn: FH 1 -  2 ÍA

ÍA leikur að ári í Lengjudeildinni en Jón Þór talaði um á dögunum að félagði þyrfti að læra af reynslunni en liðið hefur tekið nokkuð reglubundnar sveiflur á milli deilda síðastliðin ár. Margir uppaldir Skagamenn eru nú orðaðir við heimkomu en er það partur af upprisu ÍA?

„Fyrsta skrefið er að efla umgjörðina og liðsheildina og þétta raðirnar. Það er fyrst og fremst það sem við þurfum að gera. Það er svo ekkert leyndarmál að við viljum byggja liðið upp á heimamönnum. Það er ákveðinn grunnur og það er það sem maður er alinn upp við og ef við getum náð í leikmenn til baka þá auðvitað skoðum við það mjög alvarlega. En það er mikil vinna framundan og nú er bara að bretta upp ermar og hefjast handa.“

Um það hvort tímabilið hafi verið lærdómsríkt fyrir hann sagði Jón Þór.

„Já heldur betur. Það hefur gengið á ýmsu og þetta er búið að vera langt tímabil. Það er auðvitað oft þannig eða oftast að þegar að lið fellur að við höfum ekki náð varnarleiknum eins stöðugum og við hefðum viljað. Mikið af lykilmönnum verið frá og lengi frá nánst allt mótið.“

Sagði Jón Þór en allt viðtalið má sjá hér að ofan.
Athugasemdir
banner
banner