Verðmiðinn á Rashford - Mikið tap hjá Ratcliffe - Newcastle vill Gittens
Arnór Borg um VÆB fagn Vestra: Daði var að cooka inn í klefa, Róa eitthvað
Dóri Árna: Ef maður misstígur sig einu sinni þá ertu búinn
Davíð Smári eftir magnaðan sigur: Þetta er fótboltaleikur, það eru tilfinningar
Haddi: Gerum glórulaus mistök
Rúnar Kristins: Baráttuandinn og viljinn til staðar
Sjáðu síðasta víti Stjörnunnar og stemninguna hjá Kára í Akraneshöllinni
Hektor Bergmann: Þetta er besta tilfinning í heimi
Jökull eftir sigur í vító: „Eigum sittera fyrir framan markið“
Alexander Aron: Hægt að fara með þennan leik upp í KSÍ og kenna hvernig á að spila fótbolta
Maggi: Fer ekkert ofan af því að það væri fínt að fá VAR til Íslands
Elmar Kári: Draumur að fá þann heiður að taka þátt í þessu verkefni
Pressa á Jóni Þór? - „Það er alveg klárt mál"
Venni sló á létta strengi: Evrópudraumurinn er farinn
Túfa: Að mínu mati eitt af þremur bestu liðunum í Lengjudeildinni
Oliver: Þrennan hefði mátt detta
„Það eru bara hærri hlaupatölur þegar við spilum við KR en önnur lið"
Óskar Hrafn: Í dag duttum við af hjólinu
„Veit ekki hvort að menn hafi haldið að þetta kæmi að sjálfu sér"
Brynjar Kristmunds: Þurftum að bera ákveðna virðingu fyrir því
Bjarni Jó: Heppnaðist illa og ég tek það á mig
   lau 29. október 2022 17:26
Sverrir Örn Einarsson
Jón Þór: Nú er bara að bretta upp ermar og hefjast handa
Jón Þór Hauksson
Jón Þór Hauksson
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Fyrst þá er ég ánægður með lokakaflann í þessu móti hjá okkur. Við vinnum tvo leiki í röð og endum mótið þannig. Það var það eina sem ég gat beðið um leikmenn og liðið að enda þetta af krafti þannig að ég er gríðarlega ánægður með það.“ Sagði Jón Þór Hauksson þjálfari ÍA sem kvaddi Bestu deildina í dag með 2-1 sigri gegn FH í Kaplakrika.

Lestu um leikinn: FH 1 -  2 ÍA

ÍA leikur að ári í Lengjudeildinni en Jón Þór talaði um á dögunum að félagði þyrfti að læra af reynslunni en liðið hefur tekið nokkuð reglubundnar sveiflur á milli deilda síðastliðin ár. Margir uppaldir Skagamenn eru nú orðaðir við heimkomu en er það partur af upprisu ÍA?

„Fyrsta skrefið er að efla umgjörðina og liðsheildina og þétta raðirnar. Það er fyrst og fremst það sem við þurfum að gera. Það er svo ekkert leyndarmál að við viljum byggja liðið upp á heimamönnum. Það er ákveðinn grunnur og það er það sem maður er alinn upp við og ef við getum náð í leikmenn til baka þá auðvitað skoðum við það mjög alvarlega. En það er mikil vinna framundan og nú er bara að bretta upp ermar og hefjast handa.“

Um það hvort tímabilið hafi verið lærdómsríkt fyrir hann sagði Jón Þór.

„Já heldur betur. Það hefur gengið á ýmsu og þetta er búið að vera langt tímabil. Það er auðvitað oft þannig eða oftast að þegar að lið fellur að við höfum ekki náð varnarleiknum eins stöðugum og við hefðum viljað. Mikið af lykilmönnum verið frá og lengi frá nánst allt mótið.“

Sagði Jón Þór en allt viðtalið má sjá hér að ofan.
Athugasemdir
banner