Sancho á leið til Ítalíu - Bayern í viðræðum við Chelsea - Arsenal og Man Utd á eftir leikmanni PSG
Bragi Karl setti tvö í 5-4 sigri: Ljúft að sækja þrjú stig í Kópavoginn
Kjartan Henry: FH var ekki að fara að tapa fyrir Breiðabliki tvo daga í röð
Dóri Árna: Skora fjögur mörk á heimavelli á alltaf að vera nóg
Lárus Orri: Ómar er kýldur í magann
Sölvi: Fæ aftur þá tilfinningu að lífið sé gott
Ingvar tjáir sig um bekkjarsetuna: Tímasetningin hrikalega súr
Maggi: Það hafa mörg lið brotnað við það en við gerum það ekki
Grímsi: Við ætlum okkur í efri hlutann
Haddi: Eigum við ekki bara að hafa jákvæða hattinn á
Jói B: Getum lítið gert í því að missa leikmenn út í háskóla
Túfa: Getum talað um það í allan dag hvað fór úrskeiðis
Bjarki Björn hjálpaði þjálfarateymi ÍBV - „Hann er með fótboltaheila"
Siggi hæstánægður: Hundleiðinlegur fótboltaleikur
Andri Rúnar: Ég hefði ekki nennt öllum símtölunum frá Samma
Jökull: Ég er alveg rólegur með alla umræðu um fyrir hvað við stöndum
Davíð Smári: Sálfræði leikþáttur á hliðarlínunni hjá þjálfara annars liðsins
Halli Hróðmars: Það var farið í allar klisjurnar
Gunnar Heiðar: Missum aðeins fókus í þessum varnarhlutverkum okkar í þeim mómentum
Venni: Ef það er innan seilingar og í augnsýn þá er bjánalegt að stefna ekki á það
Hemmi: Þetta var eins og skotæfing í 90 mínútur
   lau 29. október 2022 16:07
Stefán Marteinn Ólafsson
Siggi Raggi: Virðist henta okkur vel að spila á móti þeim
Sigurður Ragnar Eyjólfsson þjálfari Keflavíkur
Sigurður Ragnar Eyjólfsson þjálfari Keflavíkur
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Keflvíkingar tóku á móti Fram þegar lokaumferð Bestu deildar karla fór fram í dag á HS Orku vellinum í Keflavík.

Keflvíkingar voru fyrir leikinn í kjörstöðu til að enda í efsta sæti neðri helmingsins en þeir voru með töluvert betri markatölu en lið Fram sem þeir mættu í dag.


Lestu um leikinn: Keflavík 4 -  0 Fram

„Ótrúlega flott. Mér fannst sóknarleikurinn hjá okkur smella í þessum leikjum og mjög sterkt. Við skorum 11 mörk í síðustu tveim leikjunum og okkur hefur gengið mjög vel með Fram í sumar og unnið þá þrisvar og skorað mikið af mörkum í öll skiptin og virðist henta okkur vel að spila á móti þeim." Sagði Sigurður Ragnar Eyjólfsson þjálfari Keflavíkur eftir leikinn í dag.

„Þeir eru með hörku lið og unnu FH 3-0 í síðusta leik þannig við vissum að þetta yrði ekkert auðvelt en þetta tókst mjög vel hjá okkur og við spiluðum mjög góðan fótbolta og létum boltann ganga hratt á milli okkar og sköpuðum fullt af færum þannig ég er mjög ánægður með liðið og ánægður með season-ið." 

Keflvíkingar byrjuðu með Rúnar Gissurarson í markinu í dag og skýrði Siggi Raggi frá því að þeir vildu gefa honum leik.

„Við vildum gefa honum leik því hann hefur staðið sig vel í sumar og æft vel og kvartar aldrei og hefur verið í erfiðari stöðu kannski nánast í öllum leikjunum að vera varamarkmaður og vitandi það að það væru ekki varalið eða neinir aðrir leikir fyrir hann og hann fékk sénsin þegar Sindri fékk rautt fyrr á tímabilinu og spilaði svo leikinn sem Sindri var í banni en við vildum gefa honum leik og hann stóð sig frábærlega í dag og hélt hreinu og það er mjög jákvætt fyrir okkur."

Nánar er rætt við Sigurð Ragnar Eyjólfsson þjálfara Keflavíkur í spilaranum hér fyrir ofan.


Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner