Verðmiðinn á Rashford - Mikið tap hjá Ratcliffe - Newcastle vill Gittens
Arnór Borg um VÆB fagn Vestra: Daði var að cooka inn í klefa, Róa eitthvað
Dóri Árna: Ef maður misstígur sig einu sinni þá ertu búinn
Davíð Smári eftir magnaðan sigur: Þetta er fótboltaleikur, það eru tilfinningar
Haddi: Gerum glórulaus mistök
Rúnar Kristins: Baráttuandinn og viljinn til staðar
Sjáðu síðasta víti Stjörnunnar og stemninguna hjá Kára í Akraneshöllinni
Hektor Bergmann: Þetta er besta tilfinning í heimi
Jökull eftir sigur í vító: „Eigum sittera fyrir framan markið“
Alexander Aron: Hægt að fara með þennan leik upp í KSÍ og kenna hvernig á að spila fótbolta
Maggi: Fer ekkert ofan af því að það væri fínt að fá VAR til Íslands
Elmar Kári: Draumur að fá þann heiður að taka þátt í þessu verkefni
Pressa á Jóni Þór? - „Það er alveg klárt mál"
Venni sló á létta strengi: Evrópudraumurinn er farinn
Túfa: Að mínu mati eitt af þremur bestu liðunum í Lengjudeildinni
Oliver: Þrennan hefði mátt detta
„Það eru bara hærri hlaupatölur þegar við spilum við KR en önnur lið"
Óskar Hrafn: Í dag duttum við af hjólinu
„Veit ekki hvort að menn hafi haldið að þetta kæmi að sjálfu sér"
Brynjar Kristmunds: Þurftum að bera ákveðna virðingu fyrir því
Bjarni Jó: Heppnaðist illa og ég tek það á mig
   lau 29. október 2022 16:07
Stefán Marteinn Ólafsson
Siggi Raggi: Virðist henta okkur vel að spila á móti þeim
Sigurður Ragnar Eyjólfsson þjálfari Keflavíkur
Sigurður Ragnar Eyjólfsson þjálfari Keflavíkur
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Keflvíkingar tóku á móti Fram þegar lokaumferð Bestu deildar karla fór fram í dag á HS Orku vellinum í Keflavík.

Keflvíkingar voru fyrir leikinn í kjörstöðu til að enda í efsta sæti neðri helmingsins en þeir voru með töluvert betri markatölu en lið Fram sem þeir mættu í dag.


Lestu um leikinn: Keflavík 4 -  0 Fram

„Ótrúlega flott. Mér fannst sóknarleikurinn hjá okkur smella í þessum leikjum og mjög sterkt. Við skorum 11 mörk í síðustu tveim leikjunum og okkur hefur gengið mjög vel með Fram í sumar og unnið þá þrisvar og skorað mikið af mörkum í öll skiptin og virðist henta okkur vel að spila á móti þeim." Sagði Sigurður Ragnar Eyjólfsson þjálfari Keflavíkur eftir leikinn í dag.

„Þeir eru með hörku lið og unnu FH 3-0 í síðusta leik þannig við vissum að þetta yrði ekkert auðvelt en þetta tókst mjög vel hjá okkur og við spiluðum mjög góðan fótbolta og létum boltann ganga hratt á milli okkar og sköpuðum fullt af færum þannig ég er mjög ánægður með liðið og ánægður með season-ið." 

Keflvíkingar byrjuðu með Rúnar Gissurarson í markinu í dag og skýrði Siggi Raggi frá því að þeir vildu gefa honum leik.

„Við vildum gefa honum leik því hann hefur staðið sig vel í sumar og æft vel og kvartar aldrei og hefur verið í erfiðari stöðu kannski nánast í öllum leikjunum að vera varamarkmaður og vitandi það að það væru ekki varalið eða neinir aðrir leikir fyrir hann og hann fékk sénsin þegar Sindri fékk rautt fyrr á tímabilinu og spilaði svo leikinn sem Sindri var í banni en við vildum gefa honum leik og hann stóð sig frábærlega í dag og hélt hreinu og það er mjög jákvætt fyrir okkur."

Nánar er rætt við Sigurð Ragnar Eyjólfsson þjálfara Keflavíkur í spilaranum hér fyrir ofan.


Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner
banner