Mateta og Abraham á lista Villa - Tveir leikmenn orðaðir við Man Utd - Tottenham vill fá Curtis Jones
Fékk Skagaelítuna á bakið - „Eflaust brotið einhver hjörtu hefði ég ekki komið“
Tekur við eftir að leikmenn neituðu að spila fyrir félagið
Lítur fyrst og fremst á sig sem Norðmann - „Mig langar bara að vinna"
Siggi Lár: Ætla ekki ræða einhver ákvæði í samningnum núna
Valdi Keflavík fram yfir ÍBV - „Þykir rosalega vænt um fólk í Eyjum“
Gummi Magg: Sá fyrir mér öðruvísi endi með uppeldisfélaginu
Fótbolta nördinn - Fótbolti.net vs Fylkir
„Myndi ekki vilja fara aftur upp á geðheilsuna“
17 ára á toppnum í Danmörku - „Finnst ég vera á sama getustigi ef ekki betri“
Ísak Andri tók fund með meisturunum - „Skoða alla möguleika núna í janúar“
Fótbolta nördinn - Draumaliðið vs KR
Kristall Máni: Hef alltaf vitað að fótboltahæfileikarnir hverfa ekki
Jóladagatalið: Stólar fullir af hálfvitum
Jóladagatalið: „Vonandi hefur Gummi Ben eitthvað lært af þessu“
Kominn í grænt eftir eitt tímabil í Svíþjóð - „Eftir það tók ég ákvörðun um að fara annað“
Ætlaði ekki að koma heim - „Þegar ég talaði við Óskar lá þetta fyrir“
Jóladagatalið: Kristján Óli eftir að hafa skorað ljótasta markið á ferlinum
Jóladagatalið: Auðunn Blöndal og Gaui Þórðar í geitungavandræðum
Ísak bendir á augljóst vandamál: Erum ekki nógu góðir þar
Jóladagatalið: Allir á þjóðhátið, það er skylda hjá mér!
   lau 29. október 2022 16:07
Stefán Marteinn Ólafsson
Siggi Raggi: Virðist henta okkur vel að spila á móti þeim
Sigurður Ragnar Eyjólfsson þjálfari Keflavíkur
Sigurður Ragnar Eyjólfsson þjálfari Keflavíkur
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Keflvíkingar tóku á móti Fram þegar lokaumferð Bestu deildar karla fór fram í dag á HS Orku vellinum í Keflavík.

Keflvíkingar voru fyrir leikinn í kjörstöðu til að enda í efsta sæti neðri helmingsins en þeir voru með töluvert betri markatölu en lið Fram sem þeir mættu í dag.


Lestu um leikinn: Keflavík 4 -  0 Fram

„Ótrúlega flott. Mér fannst sóknarleikurinn hjá okkur smella í þessum leikjum og mjög sterkt. Við skorum 11 mörk í síðustu tveim leikjunum og okkur hefur gengið mjög vel með Fram í sumar og unnið þá þrisvar og skorað mikið af mörkum í öll skiptin og virðist henta okkur vel að spila á móti þeim." Sagði Sigurður Ragnar Eyjólfsson þjálfari Keflavíkur eftir leikinn í dag.

„Þeir eru með hörku lið og unnu FH 3-0 í síðusta leik þannig við vissum að þetta yrði ekkert auðvelt en þetta tókst mjög vel hjá okkur og við spiluðum mjög góðan fótbolta og létum boltann ganga hratt á milli okkar og sköpuðum fullt af færum þannig ég er mjög ánægður með liðið og ánægður með season-ið." 

Keflvíkingar byrjuðu með Rúnar Gissurarson í markinu í dag og skýrði Siggi Raggi frá því að þeir vildu gefa honum leik.

„Við vildum gefa honum leik því hann hefur staðið sig vel í sumar og æft vel og kvartar aldrei og hefur verið í erfiðari stöðu kannski nánast í öllum leikjunum að vera varamarkmaður og vitandi það að það væru ekki varalið eða neinir aðrir leikir fyrir hann og hann fékk sénsin þegar Sindri fékk rautt fyrr á tímabilinu og spilaði svo leikinn sem Sindri var í banni en við vildum gefa honum leik og hann stóð sig frábærlega í dag og hélt hreinu og það er mjög jákvætt fyrir okkur."

Nánar er rætt við Sigurð Ragnar Eyjólfsson þjálfara Keflavíkur í spilaranum hér fyrir ofan.


Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir